• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Kjarasamningur við Landssamband smábátaeigenda Réttindi beitningafólks tryggð
24
Jul

Kjarasamningur við Landssamband smábátaeigenda

Þann 8. júlí sl. var undirritaður kjarasamningur milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands smábátaeigenda, fyrir starfsfólk í ákvæðisvinnu við beitningu. Þetta er í fyrsta sinn sem samið er fyrir þennan hóp launafólks.

Með samningnum eru tryggð sambærileg réttindi og í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins.

Það er ljóst að með þessum samningi við Landsamband smábátaeigenda hafa hin ýmsu réttindi verð tryggð mun betur en áður var.

Töluverður hópur fólks hefur haft beitningu að atvinnu hér á Akranesi á undanförnum árum og áratugum og því fagnar félagið þessum samningi innilega. 

Samningurinn hefur verið samþykktur af báðum aðilum. Hægt er að nálgast samninginn hjá aðildarfélögunum og verður aðgengilegur hér á síðunni innan skamms.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image