• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Jul

Félagsmenn athugið !

Tjaldsvæðið að ÞórisstöðumTjaldsvæðið að ÞórisstöðumNú þegar mesta ferðamannahelgi ársins er framundan er rétt að minna félagsmenn enn og aftur á að Verkalýðsfélag Akraness hefur gert samning við Starfsmannafélag Íslenska járnblendifélagsins um frían aðgang að tjaldsvæðunum á Þórisstöðum.

Í samningum er kveðið á um að allir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, makar þeirra og börn upp að 16 ára aldri eigi frían aðgang að tjaldstæðum í landi Þórisstaða í Svínadal.  Auk þess er félagsmönnum VLFA heimilt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni og Eyrarvatni.  Þessu til viðbótar mega félagsmenn VLFA spila golf á Þórisstöðum án endurgjalds.

Stjórn orlofssjóðs hvetur félagsmenn til að nýta sér þessa útivistarparadís sem aðstaðan á Þórisstöðum býður uppá enda geta fullgildir félagsmenn sparað sér umtalsverðan pening á því að nýta sér aðstöðuna á Þórisstöðum.  Rétt er að minna félagsmenn á að þeir þurfa að framvísa félagsskírteini þegar þeir nýta sér þjónustuna á Þórisstöðum. 

Hægt er sjá hvað er í boði á Þórisstöðum með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image