• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Atkvæðagreiðsla að hefjast um nýgerðan kjarasamning ríkisstarfsmanna Formaður félagsins hefur kynnt nýgerðan kjarasamning fyrir starfsmönnum SHA
05
Jun

Atkvæðagreiðsla að hefjast um nýgerðan kjarasamning ríkisstarfsmanna

Starfsgreinasamband Íslands gekk nýlega frá kjarasamningi við ríkið fh. aðildarfélaga sambandsins víða um land. Eitt af aðildarfélögum sambandsins er Verkalýðfélag Akraness.

Verði samningurinn samþykktur í atkvæðagreiðslu gildir hann frá 1. maí 2008 til 31. mars 2009. Um er að ræða skammtímasamning.

Ákveðið hefur verið að afgreiða samninginn í sameignlegri póstatkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna innan Starfsgreinasambandsins sem starfa eftir samningnum. Starfsgreinasambandið mun því sjá um atkvæðagreiðsluna og senda þeim sem hafa atkvæðisrétt kjörgögn á næstu dögum. Eftir að fólk hefur greitt atkvæði þarf það að koma atkvæðaseðlum í póst.

Með atkvæðaseðlinum munu fylgja góðar upplýsingar um breytingarnar sem náðust í viðræðunum við ríkið. Þeir sem vilja, geta auk þess fengið samninginn í heild sinni á Skrifstofu félagsins.

Verkalýðsfélag Akraness vill skora á félagsmenn að nýta sér atkvæðisréttinn með því að greiða atkvæði um kjarasamninginn. Því það skiptir miklu máli að menn greiði atkvæði um samninginn og sýni þannig í verki að þeim sé ekki sama um sín kjör. Að sjálfsögðu greiða menn atkvæði eftir sinni bestu samvisku.

Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu Verkalýðsfélagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image