• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Jun

Nóg að gera við að verja áunnin réttindi

Það hefur verið nóg að gera hjá starfsmönnum félagsins við að innheimta launkröfur fyrir félagsmenn að undanförnu.  Sem dæmi þá er félagið með tvær kröfur hjá ábyrgðasjóði launa vegna gjaldþrota en kröfurnar eru á fyrirtækin Öryggismiðstöð Vesturlands og byggingarfyrirtækið Handverksmenn sem voru tekin til gjaldþrotaskipta fyrr í vetur.  Krafa vegna þessara gjaldþrota er um 1. milljón króna.

Einnig er félagið að stefna byggingarfyrirtæki vegna vangreidds orlofs en um er að ræða 10 starfsmenn og er heildarkrafan vel á fjórðu milljón.

Að lokum er rétt að segja frá máli pólks sjómanns sem slasaðist um borð í loðnubáti í febrúar árið 2007 í sínum fyrsta túr.  Honum var tjáð af skipstjóra að hann ætti ekki rétt til launa vegna slysins þar sem um tímabundna ráðningu hafi verið um að ræða.  Maðurinn leitaði til Verkalýsðfélags Akraness fyrir nokkrum dögum vegna þessa máls.  Formaður félagsins fór í málið enda algerlega ljóst að skipstjórinn hafi rangt fyrir sér í þessu máli þar sem um slys var um að ræða.  Í 36.gr sjómannalaga kemur skýrt fram hver réttur sjómanna er ef um slys er að ræða um borð í skipum.

Formaður hefur verið í sambandi við útgerðina og það liggur fyrir að hér var um mistök að ræða og verður pólska sjómanninum greiddar rétt tæpar 2.7 milljónir vegna þess slys sem hann varð fyrir. 

Á þessu sérst hversu mikilvægt það er fyrir félagsmenn að vera aðilar að öflugu stéttarfélagi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image