• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Jun

Erfitt að fylla skarð Grétars Þorsteinssonar

Á fundi miðstjórnar Alþýðusambands Íslands í gær sem formaður Verkalýðsfélags Akraness sat tilkynnti Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, að hann sæktist ekki eftir endurkjöri sem forseti á ársfundi ASÍ í lok október n.k. Grétar var fyrst kjörinn forseti ASÍ í maí 1996, og mun hafa gengt þessu embætti í tólf og hálft ár þegar að ársfundi kemur. Það er því ljóst að nýr forseti ASÍ verður kjörinn í lok október.

Það er einnig ljóst að það verður erfitt að fylla það skarð sem Grétar skilur eftir sig sem forseti ASÍ og vonandi finnst verðugur einstaklingur til að taka við þessu veigamikla starfi.  Það vill til að verklýðshreyfing á marga frambærilega forystumenn innan sinna vébanda því það skiptir gríðarlega miklu máli að það veljist vel hæfur einstaklingur til að gegna þessu veigamikla starfi.

Verkalýðsfélag Akraness hefur ávallt átt afar gott samstarf við forsetann í gegnum árin enda er Grétar mjög vandaður maður sem gott er að leita til þegar vandi steðjar að.

Það verður spennandi að sjá hverjir munu gefa kost á sér í þetta embætti en það ætti að skýrast á næstu vikum og mánuðum en kosið verður um nýjan forseta á ársfundinum í október eins og fram hefur komið.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image