• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Jun

Töluverð aukning á meðferðastyrkjum

Umtalsverð aukning hefur orðið á greiðslum úr sjúkrasjóði félagsins vegna meðferðar við áfengis og fíkniefnavanda.  Á síðasta ári námu greiðslur vegna meðferðastyrkja tæpum 2 milljónum og jukust um greiðslunar um 70% á milli ára.

Fullgildir félagsmenn eiga rétt á greiðslu í eitt skipti meðan á meðferð stendur út af áfengis- eða fíkniefnasýki og dagpeninga í allt að 90 daga að loknum greiðslum frá vinnuveitanda. Dagpeningar skulu að viðbættum bótum almannatrygginga ekki nema lægri fjárhæð en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum.

Alltof mörg fyrirtæki greiða sínum starfsmönnum ekki laun vegna meðferðar við áfengis- eða fíkniefnasýki og því er afar mikilvægt að stéttarfélögin séu bjóði uppá meðferðastyrki.  Einfaldlega vegna þess að það er nóg fyrir fólk að vera að kljást við þann skelfilega sjúkdóm sem áfengis- og fíkniefnasýki er, svo fólk þurfi ekki einnig að hafa áhyggur af því að vera launalaust á meðan fólk tekur á sínum vanda.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image