• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Sjómaður fær greiddar tæpar þrjár milljónir Aflaskipið Víkingur Ak
23
Jun

Sjómaður fær greiddar tæpar þrjár milljónir

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá leitaði sjómaður sem var á loðnubátnum Víkingi Ak 100 til Verkalýðsfélags Akraness vegna slyss sem hann varð fyrir um borð í skipinu á loðnuvertíðinni 2007.  Hann slasaðist í sínum fyrsta túr og var sjómaðurinn frá vinnu í rúma þrjá mánuði samkvæmt fyrirliggjandi læknisvottorði.  Skipsjórinn tjáði sjómanninum á sínum tíma að hann ætti ekki rétt á launum vegna slyssins þar sem einungis hafi verið um tímabundna ráðningu að ræða.

Verkalýðsfélag Akraness fór í málið fyrir umræddan sjómann því ljóst var að maðurinn átti fullan rétt til launa vegna þess slyss sem hann varð fyrir samkvæmt 36 gr. sjómannlaga.  Formaður félagsins fór yfir málið með launafulltrúa og starfsmannastjóra HB Granda og eftir að þau voru búin að skoða málið ítarlega voru þau sammála að hér hefðu orðið mistök og sjómaðurinn ætti fullan rétt til launa í sínum fjarvistum vegna slyssins.

Á síðasta föstudag var gengið frá greiðslum til sjómannsins og nam heildarhlutur sjómannsins rétt tæpum þremur milljónum vegna þess slyss sem hann varð fyrir.

Þetta sýnir hversu mikilvægt það er fyrir félagsmenn að leita til sinna stéttarfélaga ef menn eru ekki vissir hver sín réttindi eru og hvetur formaður félagsins sína félagsmenn til að leita upplýsinga um sín réttindi ef þeir eru ekki vissir um sín réttindi. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image