• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Jun

Eldsneyti hefur hækkað um 30% á árinu

Verðbólga mældist 12,7% í júní og hefur verðlag hækkað um 0,9% frá því í maímánuði. Verðbólga hefur ekki mælst hærri hér á landi í 18 ár og er nú 10,2% yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%.

Verð á bensíni og olíum hækkaði um 7,2% frá því í maí og hefur líkt og í fyrra mánuði mest áhrif til hækkunar á vísitölunni nú.

 

Verð á bensíni og olíu hefur hækkað um 30% á þessu ári.

Húsnæðisliður vísitölunnar hækkaði um 0,9% á milli mánaða sem skýrist af hækkun á húsaleigu um rúm 4% og hækkun á viðhaldi húsnæðis um 2% auk þess sem kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 0,4% frá því í maí.

Hækkun á eigin húsnæði skýrist af því að óveruleg breyting mældist á markaðsverði húsnæðis á milli mánaða (-0,04%) en áhrif af hækkun vaxta voru 0,1%.

Hækkun á viðhaldi og viðgerðum á húsnæði um 2% nú bætist við tæplega 6% hækkun á þessum lið í síðasta mánuði og nemur hækkunin frá áramótum 14%.

Af breytingum á öðrum liðum vístölunn má nefna að verð á símaþjónustu hækkaði um 1,3% á milli mánaða og gistiþjónusta hækkaði um 2,4% og er það þriðja mánuðinn í röð sem sá liður vísitölunnar hækkar en frá áramótum nemur hækkunin rúmum 18%. Þá hækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,6% frá því í maí.

Heimild: ASÍ

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image