• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Góð grásleppuveiði hjá skipverjunum á Ísaki Ak 67 Skipverjarnir á Ísaki að störfum
05
May

Góð grásleppuveiði hjá skipverjunum á Ísaki Ak 67

Mjög góð grásleppuveiði hefur verið hjá þeim félögum á Ísaki Ak 67 á þessari vertíð.  Þeir félagar eru búnir að fá yfir 16 tonn af grásleppuhrognum það sem af er þessari vertíð og verður það að teljast mjög góð veiði.  Besti róðurinn til þessa eru 25 tunnur í einni vitjun sem gerir um 2,5 tonn af hrognum.

Verðið á hrognum er þó nokkuð betra en í fyrra en þá fengust einungis 230 kr. fyrir pr. kíló.  Verðið nú er hins vegar mun betra eins og áður sagði og eru nú greiddar 450 kr. fyrir pr. kíló.

Þessi góða veiði nú er góð búbót fyrir þá félaga á Ísaki vegna þess mikla niðurskurðar sem varð á þorskveiðunum samhliða 30% niðurskurði á aflaheimildum í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári. 

Skipverjarnir á Ísaki heita Eiður Ólafsson og Kristófer Jónsson og eru þeir félagar báðir félagsmenn í sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image