• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Vinnustaðaheimsókn til Íslenska járnblendifélagsins Starfsmenn sem starfa í filter verksmiðjunnar
09
May

Vinnustaðaheimsókn til Íslenska járnblendifélagsins

Formaður félagsins fór í hefðbundna vinnustaðaheimsókn til starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins í morgun, en yfir 100 félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness starfa hjá Íj í dag og hefur þeim fjölgað töluvert á liðnum misserum.

Starfsmenn Íj hafa undanfarna mánuði verið að vinna að undirbúningi nýrrar framleiðslu sem nefnist FSM en sú framleiðsla mun gera rekstur fyrirtækisins mun stöðugri en hann hefur verið undanfarin ár.

Formaður fór víða um verksmiðjuna og tók starfsmenn tali fram kom í máli starfsmanna að mjög mikilvægt sé að hefja þessa nýju vinnslu á FSM sem mun væntanlega tryggja rekstur fyrirtækisins mun betur til lengri tíma litið bæði starfsmönnum og eigendum til hagsbóta.

Kjarasamningur starfsmanna rennur út 30. nóvember nk. og bera starfsmenn miklar væntingar til þess samnings einfaldlega vegna þess að starfsmenn Íj hafa ekki notið þess mikla launaskriðs sem verið hefur á hinum almenna vinnumarkaði á síðustu árum.  Undirbúningur fyrir komandi kjarasamning hjá Íslenska járnblendifélaginu mun hefjast stax eftir sumarleyfi og er stefnt að því að kröfugerðin liggi fyrir í september eða október.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image