• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
May

Aðalsamninganefnd SGS fundaði í húsakynnum ríkissáttasemjara

Aðalsamninganefnd Starfsgreinasambands Íslands kom saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara á mánudaginn var vegna kjarasamnings við ríkið en sá samningur rann út 31. mars sl.

Það hafa verið nokkuð stífar viðræður við samninganefnd ríkisins að undanförnu og vonast menn til að það fari að sjá fyrir endann á þessum kjaraviðræðum.  Það er mat formanns félagsins að það sé mjög mikilvægt að ganga frá samningi á næstu dögum og er formaður reyndar nokkuð bjartsýnn á að það takist.

Það liggur fyrir að starfsmenn sem starfa hjá ríkinu eru orðnir mjög óþolinmóðir vegna þess hversu langt er síðan kjarasamningurinn rann út og á þeirri forsendu er eins og áður sagði mjög mikilvægt að gengið verði frá viðunandi kjarasamningi á næstu dögum.

Það er ljóst að samningurinn við ríkið þarf að vera innihaldsríkari en kjarasamningurinn sem gerður var á hinum almenna vinnumarkaði einfaldlega vegna þess að allt aðrar forsendur eru nú í íslensku efnahagslífi en þegar gengið var frá kjarasamningi á hinum almenna vinnumarkaði 17 febrúar sl.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image