• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
May

HB Grandi býður starfsfólki áframhaldandi ráðningu tímabundið

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá var öllum nema 20 starfsmönnum landvinnslu HB Granda á Akranesi sagt upp störfum í vetur og áttu uppsagnirnar að taka gildi um næstu mánaðarmót. Nú hafa hins vegar forsvarsmenn fyrirtækisins boðið öllum þeim sem vilja tímabundna ráðningu í 5 til 6 vikur til viðbótar og verða það að teljast mjög gleðileg tíðindi.

Sumarlokun mun hefjast hjá fyrirtækinu 11. júlí og standa til 18. ágúst en á meðan á sumarlokuninni stendur mun fara fram undirbúningur nýrrar framleiðslu þar sem sett verður upp nýr lausfrystibúnaður sem notaður verður til lausfrystingar á ufsa- og þorskflökum.

Áætlað er að um 20 manns muni starfa við þessa nýju framleiðslu fyrirtækisins en getgátur eru um að sá fjöldi sé jafnvel of lítill og á þeirri forsendu eygir formaður von til þess að hugsanlega muni fleiri fá fastráðningu þegar framleiðslan mun hefjast.

En eins og áður sagði er það mikið gleðiefni að starfsmönnum skuli hafa verið boðin tímabundin ráðning, sérstaklega í ljósi þess að atvinnumöguleikar fyrir kvenfólk þessa stundina eru ekki ýkja miklir hér á Akranesi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image