• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Gengið frá kjarasamningi við ríkið Gengið frá kjarasamningi við fjármálaráðherra
26
May

Gengið frá kjarasamningi við ríkið

Í nótt var gengið frá kjarasamningi SGS við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Samningurinn er einungis til 11 mánaða eða til loka mars 2009.   Helstu atriði samningsins eru eftirfarandi:

  • Launataxtar hækka um 20.300 kr. frá og með 1. maí sl. en frá sama tíma tekur gildi ný launatafla.
  • Persónuuppbót á árinu 2008 verður 44.100 kr. og orlofsuppbót 24.300 kr.
  • Réttur foreldra til fjarveru vegna veikinda barna fer úr 10 dögum í 12.
  • Framlag ríkisins í styrktar- og sjúkrasjóði aðildarfélaga SGS í 0,75% af heildarlaunum starfsmanns frá 1. janúar 2009.
  • Þá var samið um sérstaka jöfnunargreiðslu 17.000 kr. fyrir ræstitækna í tímamældri ákvæðisvinnu sem greidd verði út 1. desember nk.

      

  • Tryggt var sambærilegt framlag til endurhæfingarmála 0,13% endurhæfingargjald.

Það er mat formanns Verkalýðsfélags Akraness að þessi samningur við ríkið sé vel ásættanlegur og sem dæmi þá hækka sumir félagsmenn sem taka laun eftir nýgerðum kjarasamningi um allt að 23.000 kr á mánuði að teknu tilliti til nýrrar launatöflu.

Það er einnig mat formanns að það hafi verið skynsamlegt að gera stuttan samning og þá sérstaklega í ljósi þess ólgusjós sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi.

Formaður mun kynna samninginn fyrir þeim starfsmönnum sem starfa á sjúkrahúsi Akraness næsta fimmtudag en þar starfa langflestir sem eru að taka laun eftir kjarasamningi við ríkið. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image