• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
May

Kynningarfundur með starfsmönnum Sjúkrahúss Akraness

Klukkan 15:00 í dag mun formaður félagsins halda kynningarfund með starfsmönnum Sjúkrahúss Akraness vegna nýgerðs kjarasamnings við ríkið. Formaður mun á þessum kynningarfundi fara ítarlega yfir samninginn og jafnframt gera grein fyrir fyrirkomulagi á kosningu um nýgerðan samning.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá telur formaður að þessi samningur við ríkið sé nokkuð ásættanlegur. Helstu atriði samningsins eru þau að launataxtar hækka um kr. 20.300. Því til viðbótar kom ný launatafla sem gefur félagsmönnum sem vinna eftir samningnum hækkum sem nemur rétt tæpu 1%. Sem dæmi þá grunnraðast flestir starfsmenn Sjúkrahúss Akraness inn í 6. launaflokk og starfsmaður sem er orðinn 35 ára gamall fær hækkun sem nemur 21.524 kr á grunnlaun.

Einnig mun dögum vegna veikinda barna fjölga úr 10 í 12 og framlag í sjúkrasjóð félagsins mun hækka upp í 0,75%.

Rétt er að geta þess að gildistími þessa samnings er mun styttri en kjarasamnings hins almenna vinnumarkaðar sem undirritaður var hinn 17. febrúar. Gildir þessi samningur einungis til 31. mars 2009 eða í 11 mánuði. Var það gert vegna þess ástands sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi, en eins og flestir vita þá er verðbólgan komin upp í rúm 12% sem þýðir að óvarlegt hefði verið að gera samning til langs tíma.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image