• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
400 leikskólabörn fengu harðfiskpoka frá Verkalýðsfélagi Akraness Börnin á Teigaseli fengu harðfisk frá Júlíusi og Jóhanni á hafnarsvæðinu í morgun
30
May

400 leikskólabörn fengu harðfiskpoka frá Verkalýðsfélagi Akraness

Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness fóru í morgun í alla leikskóla bæjarins og gáfu börnunum harðfiskpoka í tilefni af sjómannadeginum sem verður haldinn hátíðlegur vítt og breitt um landið á sunnudaginn kemur.

Það voru um 400 leikskólabörn sem fengu harðfiskpoka frá félaginu og það var afar ánægjulegt að sjá hversu þakklát öll börnin voru með þetta framtak Verkalýðsfélags Akraness.

Börnin höfðu á orði hversu rosalega góður harðfiskurinn væri og ekki spillir fyrir að harðfiskur er nokkuð hollur.  Harðfiskurinn kemur frá Kjarnafiski hér á Akranesi en það er Börkur Jónsson harðfiskverkandi sem á og rekur Kjarnafisk. 

Stjórn félagsins hefur tekið ákvörðun um þetta verði gert að árlegum viðburði að fara með harðfiskpoka til leikskólabarna í tilefni sjómannadagsins.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image