• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Apr

Laugafiskur fékk starfsleyfið endurnýjað í dag

Mikil gleði ríkti hjá starfsmönnum og forsvarsmönnum Laugafisks hér á Akranesi í dag.  Ástæða þessarar gleði liggur í því að í dag fékk fyrirtækið endurnýjað starfsleyfi sitt og gildir leyfið til 1. febrúar 2020. Í tilefni dagsins var keypt vegleg terta og formanni félagsins boðið í kaffiveitingar í morgun með forsvarsmönnum og starfsmönnum fyrirtækisins.

Mikil óvissa hefur ríkt um það hvort fyrirtækið myndi fá starfsleyfi sitt endurnýjað vegna kvartana um lyktarmengun frá nágrönnum  á undaförnum árum.  Það var gríðarlega jákvætt að bæjarstjórn Akraness skyldi mæla með því að starfsleyfið skyldi endurnýjað og var til að mynda breiður pólitískur stuðningur í því máli.

Það liggur fyrir að fyrirtækið hefur kostað þó nokkuð miklu til við að bæta það ástand er lítur að lyktarmengun og hefur forsvarsmönnum og starfsmönnum orðið verulega ágengt í þeim efnum, enda hefur lyktarmengun nánst horfið á síðustu misserum. 

Það að starfsleyfi Laugafisks sé nú loksins í höfn er gríðarlegt fagnaðarefni og er þeirri óvissu sem starfsmenn hafa þurft að búa við á undanförnum árum nú endanlega eytt.  Yfir 30 manns starfa hjá Laugafiski í dag og til að átta sig á mikilvægi þessa vinnustaðar þá verður hann orðinn stærri en landvinnslan hjá HB Granda þegar þær uppsagnir sem þar voru kynntar nýverið taka gildi. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image