• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
May

Kjaraviðræðum slitið við SHA

Í morgun slitnaði upp úr viðræðum um stofnanasamning á milli starfsmanna SHA og stjórnenda Sjúkrahúss Akraness.  Óvíst er með framhaldið á viðræðunum.

13
May

Útlitið ekki gott

Útlitið ekki gott um að vel takist til með nýjan stofnanasamning fyrir starfsmenn SHA allavega ekki eins og staðan er í dag.  Forsvarsmenn SHA lögðu fram tilboð fyrir samninganefnd félagsins, og er það því miður langt í frá að vera ásættanlegt.  Kom fram í máli hjá Guðjóni Brjánssyni  framkvæmdastjóra SHA sem leiðir viðræðurnar fyrir Sjúkrahús Akraness að stofnunin hafi því miður ekki fengið meira fjármagn frá fjármálaráðuneytinu, meðan ekki komi meira fjármagn geti þeir því  ekki boðið betur. 

12
May

Jákvæðir hlutir að gerast hjá HB-Granda

Trúnaðarmenn HB-Granda ásamt formanni félagsins munu funda með forsvarsmönnum HB-Granda á morgun kl 13:00.  Tilefni fundarins er að til stendur að taka í notkun nýja flæðilínu hjá fyrirtækinu og við það verður komið á tvískiptu vaktarkerfi.  Það er mjög jákvætt að við þessa breytingu mun að öllum líkindum skapast nokkur ný störf hjá HB-Granda.

10
May

Framkvæmdastjórn SGS mótmælir fjölmiðlafrumvarpinu

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands fundaði á Egilsstöðum um helgina. Um var að ræða svokallaðan vinnufund vegna ársfundar sambandsins í haust. Fundarmenn töldu fulla ástæðu til að álykta um fjölmiðlafrumvarp stjórnvalda. Ályktunin er svohljóðandi:

Um fjölmiðla verður að ríkja þverpólitísk og þjóðfélagsleg samstaða. Framkvæmdastjórnin telur mikilvægt að efnt verði til víðtækrar umræðu um starfsumhverfi fjölmiðla hér á landi, m.a. með þátttöku þeirra sem starfa við fjölmiðla, fulltrúa aðila vinnumarkaðarins og annarra sem láta sig málið varða. Mikilvægt er treysta og efla vandaðan og sjálfstæðan fréttaflutning fjölmiðla til að tryggja tjáningarfrelsi, fjölbreytni og gagnrýna þjóðfélagsumræðu. 

07
May

Fyrsta skóflustungan tekin að stækkun álvers Norðuráls

Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að væntanlegri stækkun álvers Norðuráls við Grundartanga úr 90 í 180 þúsund tonna framleiðslugetu. Fulltrúar Century Aluminum, nýs eiganda Norðuráls, og yfirmenn Norðuráls tóku skóflustunguna en viðstaddir voru m.a. starfsmenn og fulltrúar sveitarfélaga. Jarðvegsframkvæmdir hefjast þegar eftir helgina á vegum Íslenskra aðalverktaka og á þeim að verða lokið í haust. Sjálf byggingin verður boðin út í júní. 

Stækkuð álverksmiðja á að taka til starfa vorið 2006 og þegar framkvæmdum lýkur munu 320 manns starfa hjá Norðuráli. Er það 130 störfum meira en nú eru í verksmiðjunni. Áætluð fjárfesting í stækkuninni er 23 miljarðar króna og mun verðmæti útflutnings aukast um 12 milljarða króna á ári. Við framkvæmdirnar skapast um þúsund ársverk á verktímanum. 

06
May

Frestur framlengdur

Starfsgreinasamband Íslands og Samninganefnd ríkisins eru sammála, samkvæmt samkomulagi í dag, að framlengja um 10 daga, þ.e. til kl 15:00 þann 25. maí 2004, þeim fresti samkvæmt 2. mgr. greinar 18.2.2 sem aðilar hafa til að tilkynna niðurstöðu atkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjun kjarasmningsins við ríkið sem unirritaður var 7. apríl s.l. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image