• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Jul

Starfsmenn Norðuráls athugið, hægt að kjósa um yfirvinnubann og verkfall á skrifstofu VLFA

Seinni kjaramálafundurinn sem Verkalýðsfélag Akraness og VR standa saman að var haldinn í gær á Gamla kaupfélaginu.

Á þessum fundum fór formaður VLFA ítarlega yfir í hverju ágreiningurinn milli deiluaðila kristallast og kom fram í máli hans að forsvarsmenn Norðuráls hafni nánast eitt allra fyrirtækja á Íslandi að hækka laun eins og kveðið er að um í lífskjarasamningum. Miðað við þær forsendur sem fram koma í tilboði Norðuráls til stéttarfélaganna þá býður félagið eftirfarandi launahækkanir á byrjanda launataxtann næstu 3 árin:

1 Janúar 2020    15.118 kr.

1 janúar 2021     17.829 kr.

1 janúar 2022     13.544 kr.

Samtals:              46.491 kr.

Krafa Verkalýðsfélags Akraness er hins vegar að byrjanda launataxti starfsmanna hækki eins og gert var í lífskjarasamningum og 95% af íslenskum vinnumarkaði hefur undirgengist að gera á vandræða. En lífskjarasamningurinn tryggir eftirfarandi taxtahækkanir auk tryggingu fyrir svokölluðum hagvaxtarauka. En hækkanir lífskjarasamningsins eru eftirfarandi og eru kröfur VLFA og VR:

1 janúar 2020     24.000 kr.

1 janúar 2021     24.000 kr.

1 janúar 2022     25.000 kr.

Samtals:              73.000 kr.

Að hugsa sér að Norðurál skuli voga sé að hafna því að hækka launataxta sinna starfsmanna eins og lífskjarasamningurinn kveður á um og bjóða þess í stað starfsmönnum að byrjendalaunataxti hækki um 26.509 kr. minna en hækkanir í lífskjarasamningum kveður á um eða sem nemur 57% lægri taxtahækkun, en allur vinnumarkaðurinn hefur samþykkt að gera.

Þetta munu Verkalýðsfélag Akraness og VR aldrei samþykkja, enda ekki nokkrar forsendur til þess. Rekstrarforsendur Norðuráls eru blessunarlega mjög góðar um þessar mundir. Á þessum forsendum hafa áðurnefnd stéttarfélög hafið kosningu um yfirvinnubann og verkfall sem mun hefjast þann 1. desember en yfirvinnubannið þann 1. september nk..

Kosning stendur nú yfir og er hægt að kjósa á skrifstofu félagsins fram til hádegis 29. júlí og eru starfsmenn Norðuráls sem tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna og kjósa.

Oft er þörf á samstöðu, en nú er nauðsyn!

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image