Aðalkjarasamningur almennur vinnumarkaður- SGS og SA
Uppsagnarfrestur
- Fyrstu tvær vikurnar í starfi er enginn uppsagnarfrestur.
- Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama atvinnurekanda: 12 almanaksdagar.
- Eftir 3 mánuði í samfelldu starfi hjá sama atvinnurekanda: 1 mánuður m.v. mánaðarmót.
- Eftir 2 ár í samfelldu starfi hjá sama atvinnurekanda: 2 mánuðir m.v. mánaðarmót.
- Eftir 3 ár í samfelldu starfi hjá sama atvinnurekanda: 3 mánuðir m.v. mánaðarmót.
Uppsögn miðast við næstu mánaðamót eftir að uppsögn er tilkynnt.
Uppsagnir skulu vera skriflegar.
Skýring: Starfsmaður segir upp starfi sínu 24. janúar. Uppsögn tekur gildi 1. febrúar og uppsagnarfrestur hefst. Síðasti vinnudagur starfsmanns er 31. apríl. Sama gildir ef atvinnurekandi segir starfsmanni upp.
Starfsmanni ber að vinna uppsagnarfrest samkvæmt ráðningarsamningi. Ef atvinnurekandi óskar ekki eftir vinnuframlagi hans á uppsagnarfresti ber honum engu að síður að greiða uppsagnarfrest.
Uppgjör á orlofi, orlofs- og desmeberuppbótum fer alla jafna fram með síðustu launagreiðslu.
Almennt séð er ekkert sem bannar uppsögn í veikindum. Þó er óheimilt að uppsögnin leiði til skerðingar á veikindarétti, hvort sem um er að ræða veikindi eða slys/vinnuslys
Starfsmaður á rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar.
Eftirfarandi á við ef atvinnurekandi segir starfmanni upp eftir 10 ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda og starfsmaður hefur náð;
- 55 ára aldri: 4 mánuðir m.v. mánaðarmót.
- 60 ára aldri: 5 mánuðir m.v. mánaðarmót.
- 63 ára aldri: 5 mánuðir m.v. mánaðarmót.
Starfsmaður getur hinsvegar sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara.
Kjarasamningur við ríkissjóð - SGS
Uppsagnarfrestur
Ótímabundin ráðning
- Á reynslutíma (sem eru 3 mánuðir nema annað sé ákveðið í ráðningasamningi): 1 mánuður
- Að loknum reynslutíma (3 mánuðir +): 3 mánuðir.
Ef starfsmanni er sagt upp störfum eftir 10 ára samfellt starf hjá sömu stofnun og hefur náð;
- 55 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 4 mánuðir
- 60 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 5 mánuðir
- 63 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 6 mánuðir
Starfsmaður getur sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara.
Uppsögn miðast við mánaðarmót og skal vera skrifleg.
Tímabundin ráðning og ráðning í tímavinnu fellur úr gildi án uppsagnar við lok samningstíma
Ef annar hvor aðila vill slíta ráðningarsambandinu fyrr:
- Á fyrstu 3 mánuðum starfstímans skal uppsagnarfrestur vera ein vika miðað við vikuskipti (vikuskipti miðast við föstudag).
- Eftir þriggja mánaða samfellt starf skal uppsagnarfrestur vera 1 mánuður.
Óreglubundið ráðinn
Starfsmaður sem ráðinn er óreglubundið um lengri eða skemmri tíma hefur ekki sérstakan uppsagnarfrest á fyrsta mánuði en eftir það er uppsagnarfrestur ein vika.
Kjarasamningur við sveitarfélögin - SGS
Uppsagnarfrestur
- Á fyrstu þremur mánuðum í starfi: 1 mánuður.
- Eftir þrjá mánuði í starfi: 3 mánuðir.
Ef starfmanni er sagt upp eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sama sveitarfélagi og hefur náð;
- 55 ára aldir þá er uppsagnarfrestur 4 mánuðir
- 60 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 5 mánuðir
- 63 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 6 mánuðir
Starfsmaður getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.
Uppsögn miðast við mánaðarmót og skal vera skrifleg.
Tímabundinn ráðningarsamningur
Óheimilt er að framlengja eða endurnýja tímabundinn ráðningarsamning þannig að hann vari samfellt lengur en í tvö ár nema annað sé tekið fram í lögum.
Kjarasamningur við Norðurál - VLFA
Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur.
Á fyrstu þremur mánuðum í starfi (reynslutími): 1 vika m.v. vikuskipti
Næstu 9 mánuði í starfi: 1 mánuður m.v. mánaðarmót
Eftir 12 mánuði í starfi: 3 mánuðir m.v. mánaðarmót
Ef starfsmanni er sagt upp störfum eftir 10 ára samfellt starf og hefur náð:
- 55 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 4 mánuðir
- 60 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 5 mánuðir
Starfsmaður getur sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara.
Allar uppsagnir skulu vera skriflegar og á sama tungumáli og ráðningarsamningur starfsmanns.
Kjarasamningur við Elkem - VLFA
Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur.
- Á fyrstu þremur mánuðum í starfi (reynslutími): 1 vika m.v. vikuskipti.
- Næstu 9 mánuði í starfi: 1 mánuður m.v. mánaðarmót.
- Eftir 12 mánuði í starfi: 3 mánuðir m.v. mánaðarmót.
Ef starfsmanni er sagt upp störfum eftir 10 ára samfellt starf og hefur náð:
- 55 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 4 mánuðir.
- 60 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 5 mánuðir.
- 63 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 6 mánuðir.
Starfsmaður getur sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara.