Aðalkjarasamningur almennur vinnumarkaður- SGS og SA
Uppsagnarfrestur
- Fyrstu tvær vikurnar í starfi er enginn uppsagnarfrestur.
- Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama atvinnurekanda: 12 almanaksdagar.
- Eftir 3 mánuði í samfelldu starfi hjá sama atvinnurekanda: 1 mánuður m.v. mánaðarmót.
- Eftir 2 ár í samfelldu starfi hjá sama atvinnurekanda: 2 mánuðir m.v. mánaðarmót.
- Eftir 3 ár í samfelldu starfi hjá sama atvinnurekanda: 3 mánuðir m.v. mánaðarmót.
Uppsögn miðast við næstu mánaðamót eftir að uppsögn er tilkynnt.
Uppsagnir skulu vera skriflegar.
Skýring: Starfsmaður segir upp starfi sínu 24. janúar. Uppsögn tekur gildi 1. febrúar og uppsagnarfrestur hefst. Síðasti vinnudagur starfsmanns er 31. apríl. Sama gildir ef atvinnurekandi segir starfsmanni upp.
Starfsmanni ber að vinna uppsagnarfrest samkvæmt ráðningarsamningi. Ef atvinnurekandi óskar ekki eftir vinnuframlagi hans á uppsagnarfresti ber honum engu að síður að greiða uppsagnarfrest.
Uppgjör á orlofi, orlofs- og desmeberuppbótum fer alla jafna fram með síðustu launagreiðslu.
Almennt séð er ekkert sem bannar uppsögn í veikindum. Þó er óheimilt að uppsögnin leiði til skerðingar á veikindarétti, hvort sem um er að ræða veikindi eða slys/vinnuslys
Starfsmaður á rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar.
Eftirfarandi á við ef atvinnurekandi segir starfmanni upp eftir 10 ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda og starfsmaður hefur náð;
- 55 ára aldri: 4 mánuðir m.v. mánaðarmót.
- 60 ára aldri: 5 mánuðir m.v. mánaðarmót.
- 63 ára aldri: 5 mánuðir m.v. mánaðarmót.
Starfsmaður getur hinsvegar sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara.
Veikindaréttur er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili og samfellt starf hjá sama atvinnurekanda.
- Á fyrsta starfsári greiðast 2 dagar á staðgengilslaunum fyrir hvern unninn mánuð.
- Eftir 1 ár: 1 mánuður á staðgengilslaunum.
- Eftir 2 ár: 2 mánuðir (einn mánuður á staðgengilslaunum og einn mánuður á dagvinnulaunum).
- Eftir 3 ár: 3 mánuðir (einn mánuður á staðgengilslaunum og tveir mánuðir á dagvinnulaunum).
- Eftir 5 ár: 4 mánuðir (einn mánuður á staðgengilslaunum, einn mánuður á fullu dagvinnukaupi og tveir mánuðir á dagvinnulaunum).
Staðgengilslaun: Þau laun sem starfsmaður hefði haft ef hann hefði mætt til vinnu, að undanskildum álagsgreiðslum vegna sérstakrar áhættu, erfiði eða óþrifnaðar við framkvæmd sér tilgreindra starfa auk mætingabónus.
Dagvinnulaun: Föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna) fyrir 8 klst.á dag eða 40 klst. á viku m.v. fullt starf.
Fullt dagvinnukaup: Föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku m.v. fullt starf.
Skýring: Veikindaréttur miðast við greidda veikindadaga á 12 mánaða launatímabili. Þegar starfsmaður verður óvinnufær er horft til þess hversu margir dagar hafa verið greiddir á síðustu 12 launamánuðum og dragast þeir frá áunnum veikindarétti.
Veikindi barna
Um er að ræða rétt foreldra til launa vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri. Sama á við um börn undir 16 ára aldri ef veikindi leiða til sjúkrahúsvistar í einn dag eða lengur.
- Á fyrstu sex mánuðum í starfi: 2 dagar fyrir hvern unnin mánuð.
- Eftir 6 mánaða starf: 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili.
Foreldri heldur dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við.
Með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris.
Vinnuslys
Forfallist starfsmaður af völdum slyss við vinnuna eða á beinni leið til eða frá vinnu og eins ef starfsmaður veikist af atvinnusjúkdómi, skal hann auk réttar til launa í veikindum halda dagvinnulaunum sínum í þrjá mánuði.
Réttur vegna vinnuslyss er sjálfstæður réttur og gengur ekki á veikindarétt starfsmannsins
Orlofsréttur reiknast frá 1. maí – 30. apríl ár hvert.
Sumarorlofstímabil er frá 2. maí til 30. september.
- Lágmarksorlof eru 24 virkir dagar.
- Eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein: 25 orlofsdagar.
- Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki: 30 orlofsdagar.
Réttur sem starfsmaður hefur áunnið sér hjá fyrri vinnuveitanda öðlast hann á ný eftir þrjú ár hjá nýjum vinnuveitanda, enda hafi réttur verið sannreyndur við ráðningu.
Starfsmaður getur átt rétt á tilteknum fjölda orlofsdaga þótt hann eigi ekki rétt á þeim öllum greiddum.
Orlofsuppbót
Orlofsuppbót er greidd 1. júní.
Upphæð orlofsuppbótar:
2024: 58.000 kr.
2023: 56.000 kr.
Allir starfsmenn sem hafa verið í starfi í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí eiga rétt á orlofsuppbót.
Full orlofsuppbót er miðuð við 45 unnar vikur eða meira (utan orlofs) á tímabilinu 1. maí til 30. apríl.
Upphæðin skerðist í samræmi við starfhlutfall og starfstíma.
Desemberuppbót
Greiðist ekki síðar en 15. desember.
Upphæð desemberuppbótar:
2024: 106.000 kr.
2023: 103.000 kr.
Allir starfsmenn sem hafa verið samfellt í starfi í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember eiga rétt á desemberuppbót.
Full desemberuppbót er miðuð við 45 unnar vikur eða meira (utan orlofstíma) fyrir hvert almanaksár.
Upphæðin skerðist í samræmi við starfhlutfall og starfstíma.
Kjarasamningur við ríkissjóð - SGS
Uppsagnarfrestur
Ótímabundin ráðning
- Á reynslutíma (sem eru 3 mánuðir nema annað sé ákveðið í ráðningasamningi): 1 mánuður
- Að loknum reynslutíma (3 mánuðir +): 3 mánuðir.
Ef starfsmanni er sagt upp störfum eftir 10 ára samfellt starf hjá sömu stofnun og hefur náð;
- 55 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 4 mánuðir
- 60 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 5 mánuðir
- 63 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 6 mánuðir
Starfsmaður getur sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara.
Uppsögn miðast við mánaðarmót og skal vera skrifleg.
Tímabundin ráðning og ráðning í tímavinnu fellur úr gildi án uppsagnar við lok samningstíma
Ef annar hvor aðila vill slíta ráðningarsambandinu fyrr:
- Á fyrstu 3 mánuðum starfstímans skal uppsagnarfrestur vera ein vika miðað við vikuskipti (vikuskipti miðast við föstudag).
- Eftir þriggja mánaða samfellt starf skal uppsagnarfrestur vera 1 mánuður.
Óreglubundið ráðinn
Starfsmaður sem ráðinn er óreglubundið um lengri eða skemmri tíma hefur ekki sérstakan uppsagnarfrest á fyrsta mánuði en eftir það er uppsagnarfrestur ein vika.
Ótímabundin ráðning:
- 0-3 mánuðir: 14 dagar
- 3-6 mánuðir: 35 dagar
- Eftir 6 mánuði: 119 dagar
- Eftir eitt ár: 133 dagar
- Eftir sjö ár: 175 dagar
- Eftir 12 ár: 273 dagar
- Eftir 18 ár: 360 dagar
Starfsmaður sem er ráðinn í tímavinnu eða minna en 2 mánuði:
- Á fyrsta mánuði í starfi: 2 dagar
- Á öðrum mánuði í starfi: 4 dagar
- Á þriðja mánuði í starfi: 6 dagar
- Á fjórða-sjötta mánuði: 14 dagar
- Eftir 6 mánuði: 30 dagar
Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa.
Á fyrstu viku veikinda greiðast mánaðarlaun og fastar greiðslur (s.s. yfirvinna, vakta-, gæsluvakta- og óþægindaálag og greiðslur fyrir eyður í vinnutíma enda sé um að ræða fyrirfram ákveðinn vinnutíma skv. reglubundnum vöktum eða reglubundinni vinnu starfsmanns sem staðið hefur í 12 almanaksmánuði eða lengur eða er ætlað að standa a.m.k. svo lengi).
Eftir fyrstu viku veikinda skal til viðbótar við laun, greitt meðaltal yfirvinnustunda sem voru greidd síðustu 12 mánaðarleg uppgjörstímabil yfirvinnu eða síðustu 12 heilu almanaksmánuði.
Veikindi barna
Foreldri/forráðamaður á rétt á að vera frá vinnu í samtals 12 vinnudaga (96 vinnuskyldustundir) m.v. fullt starf á hverju almanaksári vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri.
Í þessum fjarvistum eru greidd dagvinnulaun og vaktaálag skv. reglubundinni varðskrá/vaktskrá.
Vinnuslys
Ef starfsmaður er óvinnufær vegna vinnuslyss eða atvinnusjúkdóms, bætast við veikindarétt 13 vikur eða 91 dagur.
Fyrir þennan tíma eru greidd mánaðarlaun, (ekki er greitt skv. yfirvinnu, vakta-, gæsluvakta- og óþægindaálag og eyður í vinnutíma með þessari viðbót).
Orlofsréttur reiknast frá 1. maí – 30. apríl.
Lágmarksorlof eru 30 dagar (240 stundir) m.v. fullt starf.
Orlof starfsmanns í minna en fullu starfi er reiknað hlutfallslega m.v. starfhlutfall og starfstíma.
Allir eiga rétt á lágmarksorlofi, en launalausu hafi þeir ekki áunnið sér réttinn.
Sumarorlofstímabilið er frá 1. maí – 15. september.
Starfsmaður á rétt á a.m.k. 20 daga orlofi, þar af 15 samfellda daga, á sumarorlofstímabilinu.
Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að skriflegri beiðni yfirmanns, skal sá hluti orlofsins lengjast um 25%.
Flutningur orlofs milli ára er óheimill (nema að beiðni yfirmanns eða vegna veikinda).
Veikindi í orlofi
Tilkynna skal yfirmanni strax með símtali ef um veikindi eða slys í orlofi er að ræða.
Veikist starfsmaður í orlofi, telst sá tími sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda sanni starfmaður með læknisvottorði að hann geti ekki notið orlofs.
Orlofsuppbót
Orlofsuppbót er greidd 1. júní.
Upphæð orlofsuppbótar:
2024: 58,000 kr.
2023: 56.000 kr.
2022: 53.000 kr.
Allir starfsmenn sem eru í starfi til 30. apríl næst á undan fá greidda orlofsuppbót.
Þeir sem hafa starfað 13 vikur samfellt á orlofsárinu fá greidda orlofsuppbót. Greitt er hlutfallslega m.v. starfhlutfall og starfstíma á orlofsárinu.
Orlofsárið er frá 1. maí - 30. apríl.
Desemberuppbót
Desemberuppbót er greidd 1. desember.
Upphæð desemberuppbótar:
2024: 106,000 kr.
2023: 103.000 kr.
2022: 98.000 kr.
Allir starfsmenn sem eru í starfi fyrstu viku nóvembermánaðar skulu fá greidda desemberuppbót og m.v. er við fullt starf tímabilið 1. janúar - 31 október. Starfsmaður í hlutastarfi eða hefur unnið hluta úr ári skal fá greitt m.v starfhlutfall á fyrrgreindu tímabili.
Kjarasamningur við sveitarfélögin - SGS
Uppsagnarfrestur
- Á fyrstu þremur mánuðum í starfi: 1 mánuður.
- Eftir þrjá mánuði í starfi: 3 mánuðir.
Ef starfmanni er sagt upp eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sama sveitarfélagi og hefur náð;
- 55 ára aldir þá er uppsagnarfrestur 4 mánuðir
- 60 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 5 mánuðir
- 63 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 6 mánuðir
Starfsmaður getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.
Uppsögn miðast við mánaðarmót og skal vera skrifleg.
Tímabundinn ráðningarsamningur
Óheimilt er að framlengja eða endurnýja tímabundinn ráðningarsamning þannig að hann vari samfellt lengur en í tvö ár nema annað sé tekið fram í lögum.
Veikindadagar eru taldir í almanaksdögum á hverju 12 mánaðatímabili.
Starfsmaður sem ráðinn er til starf á mánaðarlaunum í a.m.k. tvo mánuði heldur rétti til launa svo lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksögum verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum;
- 0-3 mánuðir í starfi: 14 dagar
- næstu 3 mánuðir í starfi: 35 dagar
- eftir 6 mánuði í starfi: 119 dagar
- eftir 1 ár í starfi: 133 dagar
- eftir 7 ár í starfi: 175 dagar
- eftir 12 ár í starfi: 273 dagar
- eftir 18 ár í starfi: 360 dagar
Starfsmaður sem ráðinn er í tímavinnu eða ráðinn skemur en 2 mánuði, skal halda launum svo lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum:
- Á 1. mánuði í starfi: 2 dagar
- Á 2. mánuði í starfi: 4 dagar
- Á 3. mánuði í starfi: 6 dagar
- Eftir 3 mánuði í starfi: 14 dagar
Laun greiðast ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa.
Fyrstu viku veikindaforfalla eða þann tíma sem svarar til einnar viku vinnuskyldu greiðast mánaðarlaun og fastar greiðslur (yfirvinna, vakta-, gæsluvakta-, og óþægindaálag og greiðslur fyrir eyður í vinnutíma nema um sé að ræða fyrirfram ákveðinn vinnutíma skv. reglubundnum vöktum eða reglubundinni vinnu sem staðaði hefur í 12 almanaksmánuði eða lengur eða er ætlaða að standa a.m.k. svo lengi).
Eftir fyrstu viku veikindaforfalla greiðast mánaðarlaun og fastar greiðslur og að auki meðaltal þeirra yfirvinnustunda sem starfsmaður hefur fengið greiddar á síðustu 12 mánaðarlegu uppgjörstímabilum yfirvinnu (sérstaklega er kveðið á í kjarasamningi hvernig þetta fyrirkomulag er á vinnustöðum þar sem starfsemi liggur niðri hluta árs t.d. skólum - sjá nánar í kjarasamningi).
Veikindi barna
Foreldri/forsjáraðili á rétt á að vera frá vinnu í samtals 12 vinnudaga (96 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf) á hverju almanaksári vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri. Nýta má hluta eða að öllu leyti framangreindan rétt vegna barna undir 16 ára aldri í alvarlegum veikindum sem leiða til sjúkrahúsvistar.
Greiða skal dagvinnulaun og vakataálag í slíkum fjarvistum.
Vinnuslys
Ef starfsmaður er óvinnufær vegna vinnuslyss eða atvinnusjúkdóms, bætast við veikindarétt 13 vikur eða 91 dagur.
Fyrir þennan tíma eru greidd mánaðarlaun, (ekki er greitt skv. yfirvinnu, vakta-, gæsluvakta- og óþægindaálag og eyður í vinnutíma með þessari viðbót).
Persónuuppbót
Greidd tvisvar á ári: 1. Maí og 1. Desember
Allir starfsmenn eiga rétt á greiðslu persónuuppbóta. Full persónuuppbót er m.v. 100% starfhlutfall. Aðrir sem eru í minna starfhlutfalli eða hafa starfað hluta úr ári eiga að fá greitt hlutfallslega af fullri persónuuppbót m.v. starfhlutfall og starfstíma.
Upphæð persónuuppbóta:
2024:
1. maí 57.500 kr.
1. desember 135.500 kr.
2023:
1. maí 55.700 kr.
1. desember 131.000 kr.
2022:
1. maí 53.000 kr.
1. desember 124.750 kr.
Kjarasamningur við Norðurál - VLFA
Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur.
Á fyrstu þremur mánuðum í starfi (reynslutími): 1 vika m.v. vikuskipti
Næstu 9 mánuði í starfi: 1 mánuður m.v. mánaðarmót
Eftir 12 mánuði í starfi: 3 mánuðir m.v. mánaðarmót
Ef starfsmanni er sagt upp störfum eftir 10 ára samfellt starf og hefur náð:
- 55 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 4 mánuðir
- 60 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 5 mánuðir
Starfsmaður getur sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara.
Allar uppsagnir skulu vera skriflegar og á sama tungumáli og ráðningarsamningur starfsmanns.
Veikindaréttur miðast við veikindadaga á hverjum 12 mánuðum
Á 1. ári: 2 vinnudagar fyrir hvern byrjaðan mánuð í starfi
Eftir 1 ár: 2 mánuðir
Eftir 3 ár: 3 mánuðir
Eftir 5 ár: 4 mánuðir
Eftir 10 ár: 6 mánuðir
Greidd eru föst laun í veikindum og yfirvinna í allt að 1 mánuð sem starfsmaður er fjarverandi vegna sjúkdóms/slyss, skv. 5. gr. laga nr. 19/1979. Ef veikindi vara lengur en einn mánuð og styttra en þrjá mánuði eru greidd 90% af yfirvinnu hins fyrsta mánaðar. Í langtímaveikindum skal miða við meðaltal yfirvinnu þess starfsmann síðustu 6 mánuði, ef viðmiðun skortir.
Ef starfsmaður veikist eða slasast og getur ekki sótt vinnu af þeim sökum, skal hann svo fljótt sem auðið er tilkynna það stjórnanda með símtal. Stjórnandi ákveður hvort skila þurfi læknisvottorði.
Hafi stafsmaður fullnýtt veikindarétt sinn og verið áfram frá vinnu vegna veikinda sem svarar uppsagnarfresti, telst frá þeim tíma liðnum ekki lengur starfsmaður. Þegar starfsmaður hefur náð heilsu á ný, skal honum gefinn kostur á starfi við hæfi þegar slíkt starf losnar.
Veikindi barna
Um er að ræða rétt foreldra til launa vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri.
Á fyrstu 6 mánuðum í starfi: 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð.
Eftir 6 mánaða starf: 12 dagar á hverjum 12 mánuðum.
Slys og atvinnusjúkdómar
Verði starfsmaður fyrir slysi á vinnustað eða á beinni leið frá vinnustað til heimilis og öfugt eða veikist af orsökum sem rekja má til vinnunnar (trúnaðarlæknir kemur að slíkum úrskurði), heldur hann óskertum launum í allt að 12 mánuði.
Orlofstímabilið er frá 2. Maí – 15. september
Fastráðnir starfsmenn í dagvinnu
Fyrstu 5 árin: 144 tímar á orlofstíma og 36 tímar utan orlofstíma
Næstu 5 árin: 144 tímar á orlofstíma og 57,6 tímar utan orlofstíma
Eftir 10 ár: 144 orlofstímar á orlofstíma og 72 tímar utan orlofstíma
Fastráðnir starfsmenn í vaktavinnu (m.v. 12 tíma vaktir og 26 klst. í yfirvinnu á mánuði).
Fyrstu 5 árin: 144 tímar á orlofstíma og 48 tímar utan orlofstíma
Næstu 5 árin: 144 tímar á orlofstíma og 72 tímar utan orlofstíma
Eftir 10 ár: 144 orlofstímar á orlofstíma og 84 tímar utan orlofstíma
Veikindi í orlofi
Veikist starfsmaður í orlofi, það alvarlega að hann geti ekki notið orlofsins, skal hann á fyrsta degi tilkynna atvinnurekanda og upplýsa til hvaða læknis hann mundi leita vegna læknisvottorðs. Fullnægi hann tilkynningu og standi veikindi samfellt lengur en þrjá sólarhringa, á launþegi rétt á uppbótaorlofi jafn langan tíma og veikindin sannanlega vörðu. Skila þarf læknisvottorði við þessar aðstæður.
Orlofsuppbót
Orlofsuppbót er greidd um miðjan maí ár hvert.
Upphæð orlofsuppbótar:
2024: 291.078 kr
2023: 273.647 kr.
Starfsmenn sem hafa unnið samfellt í heilt orlofsár eða lengur fá greidda orlofsuppbót.
Desemberuppbót
Desemberuppbót er greidd um miðjan desember ár hvert.
Upphæð desemberuppbótar:
2024: 291.078 kr
2023: 273.647 kr.
Hver starfsmaður sem hefur verið í fullu starfi það sama ár fær greidda launauppbót
Kjarasamningur við Elkem - VLFA
Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur.
- Á fyrstu þremur mánuðum í starfi (reynslutími): 1 vika m.v. vikuskipti.
- Næstu 9 mánuði í starfi: 1 mánuður m.v. mánaðarmót.
- Eftir 12 mánuði í starfi: 3 mánuðir m.v. mánaðarmót.
Ef starfsmanni er sagt upp störfum eftir 10 ára samfellt starf og hefur náð:
- 55 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 4 mánuðir.
- 60 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 5 mánuðir.
- 63 ára aldri þá er uppsagnarfrestur 6 mánuðir.
Starfsmaður getur sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara.
Veikindaréttur miðast við veikindadaga á hverjum 12 mánuðum
- Á 1. ári: 2 vinnudagar fyrir hvern byrjaðan mánuð í starfi
- Eftir 1 ár: 84 almanaksdagar
- Eftir 3 ár: 120 almanaksdagar
- Eftir 5 ár: 170 almanaksdagar
- Eftir 10 ár: 210 almanaksdagar
Greidd er yfirvinna í allt að einn mánuð sem starfsmaður er fjarverandi vegna sjúkdóms/slyss skv. 5. gr. laga n. 19/1979. Þá skulu greidd 90% af yfirvinnu hins fyrsta mánaðar næstu tvo mánuði.
Ef starfsmaður veikist eða slasast og getur ekki sótt vinnu af þeim sökum, skal hann samdægurs tilkynna það stjórnanda sínum. Stjórnandi ákveður hvort skila þurfi læknisvottorði.
Hafi stafsmaður fullnýtt veikindarétt sinn og verið áfram frá vinnu vegna veikinda sem svarar uppsagnarfresti, telst frá þeim tíma liðnum ekki lengur starfsmaður. Þegar starfsmaður hefur náð heilsu á ný, skal honum gefinn kostur á starfi við hæfi þegar slíkt starf losnar.
Veikindi barna
Um er að ræða rétt foreldra til launa vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri, enda annarri umönnun ekki komið við.
- Á fyrsta starfsári: 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð.
- Eftir eitt ár í starfi: 12 dagar á hverjum 12 mánuðum.
Foreldri skal halda föstum launum.
Slys og atvinnusjúkdómar
Verði starfsmaður fyrir slysi á vinnustað eða á beinni leið frá vinnustað til heimilis og öfugt eða veikist af orsökum sem rekja má til vinnunnar (skv. reglugerð nr. 540/2011. Trúnaðarlæknir kemur að málum), heldur hann óskertum launum í allt að 12 mánuði.
Orlofstímabilið er frá 2. Maí – 15. september
Fastráðnir starfsmenn
Að sumri: 24 dagar
Að vetri: eftir 1 ár í starfi - 3 dagar
eftir 3 ár í starfi - 6 dagar
Starfsmenn á reglubundnum fimmskiptum vöktum
Að sumri: 21 vakt
Að vetri: eftir 1 ár í starfi - 3 vaktir
eftir 3 ár í starfi - 6 vaktir
að auki tvær vaktir í frí á þeim tíma árs sem fjarvistum má mæta með afleysingamönnum og ein vakt í frí á tímabilinu 1. maí - 30. apríl
Starfsmenn á dagvöktum framleiðslu 7/7
að sumri: 20 vaktir
að vetri: eftir 1 ár í starfi - 3 vaktir
eftir 3 ár í starfi - 5 vaktir
að auki er veitt frí 13 klst. á tímabilinu 1. maí - 15. sept. ár hvert og ein frívakt (9,67 klst.) á tímabilinu 16. sept. - 30. apríl.
Dagmenn og iðnaðarmenn
að sumri: 24 dagar
að vetri: eftir 1 ár - 3 dagar
eftir 3 ár - 6 dagar
að auki þrjá daga (3x 7,5 tíma) í frí á tímabilinu 1. maí - 30. apríl.
Veikindi í orlofi
Veikist starfsmaður í orlofi, það alvarlega að hann geti ekki notið orlofsins, skal hann á fyrsta degi tilkynna atvinnurekanda og upplýsa til hvaða læknis hann mundi leita vegna læknisvottorðs. Fullnægi hann tilkynningu og standi veikindi samfellt lengur en þrjá sólarhringa, á launþegi rétt á uppbótaorlofi jafn langan tíma og veikindin sannanlega vörðu. Skila þarf læknisvottorði við þessar aðstæður.
Orlofsuppbót
Orlofsuppbót er greidd 1. júní.
Upphæð orlofsuppbótar:
2024: 291.078 kr.
2023: 273.647 kr.
Starfsmenn sem hafa unnið í heilt orlofsár eða lengur fá greidda orlofsuppbót.
Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu vegna aldurs eða eftir 4 mánaða samfellt starf á árin, skal við starfslok fá greidda orlofsuppbót m.v. starfstíma og starfshlutfall á árinu.
Desemberuppbót
Desemberuppbót er greidd 1. desember.
Upphæð desemberuppbótar:
2024: 291.078 kr.
2023: 273.647 kr.
Hver starfsmaður sem hefur unnið síðasta ár skal fá greidda launauppót (desemberuppbót).