• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fréttir

Fréttir

03
Jun

Nokkur orlofshús laus ennþá

Eftir að úthlutun og endurúthlutun orlofshúsa hefur farið fram eru enn nokkur orlofshús félagsins laus til útleigu.  Ef smellt er á flipann orlofshús hér til vinstri má sjá hvaða vikur eru lausar og í hvaða húsum.  Skráning fer fram á skrifstofu félagsins, fyrstur kemur fyrstur fær. 

03
Jun

Eitt atriði stendur í vegi fyrir nýjum kjarasamningi við forsvarsmenn Klafa

Samningafundur var haldinn með forsvarsmönnum Klafa í gær.  Eins og fram hefur  komið hér á heimasíðunni þá voru það tvo atriði sem verulegur ágreiningur var um á milli samningsaðila.  Annað atriðið leystist á fundinum  í gær, og er því einungis eitt atriði sem útaf stendur til að hægt sé að ganga frá nýjum  kjarasamningi.  Ekki verður greint frá því á þessari stundu  hvaða kjaraatriði það er sem aðilar ná ekki samkomulagi um.  Það kemur í ljós  seinna í dag hvort samningsaðilar ná saman eða hvort þessum viðræðum verður vísað til ríkissáttasemjara.

31
May

Verðkönnun gerð í matvöruverslunum á Akranesi, 30% munur á vörukörfunni

Rúmlega 30% verðmunur var á hæsta og lægsta verði á matvörukörfu samkvæmt verðkönnun sem Verkalýðsfélag Akraness gerði fyrir verðlagseftirlit ASÍ í matvöruverslunum á Akranesi sem var framkvæmd var miðvikudaginn 25. maí síðast liðinn.  Dýrust var karfan í Samkaupum- Strax, kr 4.770 en ódýrust í Nettó, kr 3.661.  Þrjár verslanir tóku þátt í könnuninni á Akranesi Nettó, Samkaup-Strax og Skagaver.  Verslun Einars Ólafssonar neitaði þátttöku.  

Karfan í Nettó kostaði                          3.661 kr

Karfan í Skagaveri kostaði                   4.138 kr

Karfan í Samkaupum-Strax kostaði      4.770 kr 

Stjórn félagsins hefur ákveðið að taka upp reglulegt verðlagseftirlit í verslunum á Akranesi, enda mikið hagsmunamál fyrir félagsmenn. 

Hægt er að skoða alla verðkönnuna með því að smella  á  Verðkönnun 

31
May

Strandar á tveimur atriðum til að hægt sé að ganga frá nýjum kjarasamningi við Klafa

Samningafundi við forsvarsmenn Klafa lauk rétt í þessu.  Tilboð kom frá forsvarsmönnum Klafa.  Það eru amk tvö atriði sem verulegur ágreiningur er á milli samningsaðila og allt útlit á að ekki náist sátt um þau atriði.  Samningsaðilar voru sammála að reyna til þrautar á fimmtudaginn kemur.  Ef ekki næst niðurstaða um þessi atriði á þeim fundi eru samningsaðilar sammála um að

vísa  deilunni til ríkissáttasemjara.

31
May

Forsvarsmenn Klafa leggja fram tilboð í dag vegna nýs kjarasamnings

Samningafundur við forsvarsmenn Klafa verður haldinn í dag og hefst hann kl 14:00.  Á fundinum í dag munu forsvarsmenn Klafa leggja fram heildstætt tilboð.  Krafa Verkalýðsfélags Akraness er að þessi samningur sem nú er verið að gera fyrir starfsmenn Klafa.   Verði eigi lakari en kjarasamningur sem gerður var við starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins í vor.  Það er mat félagsins að brugðið geti til beggja átta á fundinum í dag, þar sem töluvert ber á milli aðila hvað varðar nokkur atriði.

29
May

Kjaraviðræður við Launanefnd sveitarfélaga komnar á lokastig

Formenn aðildarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands voru  boðaðir til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara og hófst fundurinn kl 13:00.  Þegar þetta er skrifað 17:30 eru samningaviðræður við Launanefnd sveitarfélaga á lokastigi og mjög líklegt að skrifað verði undir nýjan kjarasamning við  Launanefnd sveitarfélaga von bráðar.  Verkalýðsfélag Akraness telur að samningurinn sé nokkuð góður.  En Launanefnd sveitarfélaga hafnaði algerlega þeirri kröfu frá Verkalýðsfélagi Akraness um að þau sérákvæði sem gilda fyrir félagsmenn STAK, gildi líka fyrir félagsmenn VLFA.  Þetta gróflega misrétti vegna félagaaðildar getur Verkalýðsfélag Akraness ekki sætt sig við og mun því ekki skrifa undir kjarasamningin við Launanefnd sveitarfélaga. 

27
May

Mikið ber á milli í viðræðum við forsvarsmenn Klafa

Samningafundur um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa var haldinn  í gær.  Ræddu samningsaðilar þær kröfur sem stéttarfélagið hefur lagt fram.  Einnig var klárað að fara yfir þann samningstexta sem verður í nýjum kjarasamningi fyrir starfsmenn Klafa.  Þeirri vinnu er nánast lokið.  Eftir stendur að um verulegan ágreining er um einn fimm samningsatriði og ekki útlit á þessari stundu að aðilar nái saman hvað þau atriði  varðar.  Næsti fundur er á þriðjudaginn kemur og munu forsvarsmenn Klafa leggja fram heilstætt tilboð á þeim fundi.  Ef það tilboð verður ekki viðunandi mun Verkalýðsfélag Akraness vísa deilunni til ríkissáttasemjara

25
May

Lítið þokast í kjaraviðræðum við forsvarsmenn Klafa

Í dag var fundað vegna nýs kjarasamnings fyrir starfsmenn Klafa.  Menn fóru yfir þær kröfur sem ágreiningur hefur verið um t.b hagnaðarhlutdeild handa starfsmönnum.  Það eru nokkur atriði sem Verkalýðsfélag Akraness mun ekki hvika frá í þessum kjaraviðræðum.  Megin forsenda fyrir því að gengið verði frá nýjum kjarasamningi við forsvarsmenn Klafa.   Er að kostnaðaráhrif samningsins verði eigi lakari en sá sem gerður var við Íslenska járnblendifélagið fyrir nokkrum mánuðum, sem var 20.5% samningstímanum.  Eftir fundinn í dag ríkir ekki mjög mikil bjartsýni um að samningsaðilar nái saman á næstu dögum.  Töluvert ber á milli samningsaðila.  Næsti fundur er á morgun kl 13:00

24
May

Fundað um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa á morgun

Fundað verður um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa á morgun og hefst fundurinn kl 15:30.  Samningsaðilar hafa lokið við að taka þau ákvæði sem eru í kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins og notuð verða i nýjum kjarasamningi fyrir starfsmenn Klafa.  Á fundinum á morgun kemur í ljós hvort gengið verður frá nýjum samningi á næstu dögum eða ekki. 

24
May

Fundað var með Launanefnd sveitarfélaga hjá sáttasemjara í gær

Formaður félagsins fundaði með samninganefnd sveitarfélaga í gær í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Það voru sérkröfur sem Verkalýðsfélag Akraness hefur lagt fram í núverandi kjaraviðræðum við Launanefnd sveitarfélaga sem var til umræðu á þessum fundi.   Í ljós hefur komið að félagsmenn í Starfsmannafélaginu hafa í nokkrum tilfellum betri kjör heldur en félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.  Þó svo að um sömu störf sé um að ræða.  Við það mun Verkalýðsfélag Akraness ekki una.  Formaður félagsins hefur gert bæjarráði Akraneskaupstaðar grein fyrir þessum mismun.   Fulltrúar bæjarráðs voru sammála að mismunur á launakjörum á milli stéttarfélaga fyrir sömu störf væri óeðlilegt .  Vilji er hjá bæjarráði að þessi mismunur verði lagfærður í nýjum kjarasamningi sem verið er að vinna að.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image