• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Föst: 8.00 - 16.00

Starfsreglur Landsmenntar um einstaklingsstyrki

Fræðslusjóður SA og verkafólks á landsbyggðinni úthlutar á samningstímanum einstaklingsstyrkjum til félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem eru aðilar að Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) þó ekki þeirra aðildarfélaga SGS sem mynda Flóabandalagið.

Hvaða skilyrði þarf félagsmaður að uppfylla til að eiga rétt á styrk til starfsmenntunar hjá Landsmennt, starfsmenntun Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni?

1. Félagsmaður sem unnið hefur fullt starf í a.m.k. 6 mánuði af síðustu 12 og greitt til aðildarfélags Landsmenntar á þeim tíma á rétt á stuðningi til starfsnáms. Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum.
2. Við ákvörðun upphæðar er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða meira gefur fulla styrkupphæð.
3. Fylla þarf út umsóknareyðublað og skila ásamt reikningi/kvittun til viðkomandi stéttarfélags. Umsókn þarf að berast viðkomandi stéttarfélagi innan 12 mánaða frá því að námi/námskeiði lauk.
4. Áunnin réttindi félagsmanna innan Landsmenntar, Sjómenntar, Starfsafls, Starfsmenntasjóðs verslunar-og skrifstofufólks, Ríkismenntar SGS og Sveitamenntar SGS og LN haldast óbreytt þrátt fyrir flutning á milli aðildarfélaga sjóðanna.
5. Sá sem hverfa þarf tímabundið af vinnumarkaði af ástæðum sem valda því að ekki ber að skila tryggingagjaldi af launum hans, heldur í allt að tuttugu og fjóra mánuði þeim rétti til  starfsmenntunarstyrks sem hann hafði áunnið sér hjá sjóðnum. Að tuttugu og fjórum mánuðum liðnum, frá því hann hvarf af vinnumarkaði, fellur réttur hans að fullu niður.
6. Foreldrar í fæðingar-eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. gr. ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.
7. Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.

Hve mikið er greitt ?
Greitt er að hámarki kr. 70.000.- á ári f.o.m. 1. júlí 2015. Miða skal við almanaksárið. Aldrei er þó greitt meira en sem nemur 75% af námskostnaði.

Um styrk vegna náms til aukinna ökuréttinda.
Félagsmenn eiga rétt á styrk vegna meiraprófs að upphæð 100.000.- Hver einstaklingur getur einungis fengið slíkan styrk einu sinni. Ekki skiptir máli hvort allir fjórir þættir aukinna ökuréttinda séu teknir.

Frístunda/tómstundanámskeið
Landsmennt veitir styrki vegna tómstundanámskeiða ýmiskonar og er endurgreiðsla vegna þierra 50% af kostnaði en aldrei hærri en kr. 20.000.- á ári og dregst jafnframt af heildarupphæð einstaklingsstyrks þess árs.
(*síðasta breyting á reglum, 1. janúar 2013)

Uppsafnaður réttur; aukinn styrkur til náms
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu þrjá ár, eiga rétt á styrk allt að kr. 190.000.- fyrir eitt samfellt nám/námskeið skv. reglum sjóðsins. Ferðakostnaður vegna náms getur að hámarki orðið kr. 70.000.-  sem hluti af kostnaði náms/námskeiðs í þessu tilviki.
Hækkun á geymdum rétti (uppsafnaður réttur) er eftirfarandi eftir breytingu 1. júlí 2015:
2015 verður hægt að taka út kr. 190.000.- fyrir eitt samfellt nám/námskeið. Ferðakostnaður vegna náms getur að hámarki orðið kr. 70.000.- (nær til náms sem hefst e.1.júlí 2015)
2016 verður hægt að taka út kr. 200.000.- og 2017 verði upphæðin orðin 210.000.-
(*síðasta breyting á reglum, 1. júlí 2015)

Styrkir til kaupa á hjálpartækjum fyrir lestrar-og ritstuðning.
Félagsmenn sem eru lesblindir eða eiga við lestrar-og ritörðugleika að stríða geta sótt um allt að 75% styrk vegna kaupa á hjálpartækjum ætluðum til stuðnings við lestur og skrift. Heildarstyrkur miðast við hámarksupphæð skv. almennum reglum sjóðsins eða kr. 70.000.-

Styrkir vegna íslenskunáms
Félagsmenn sem hafa annað móðurmál en íslensku geta sótt um allt að 75% styrk vegna íslenskunáms eftir mánaðar félagsaðild í aðildarfélagi Landsmenntar.

Ferða- og dvalarstyrkir * (f.o.m. 1. janúar 2013)
(Sækja reglur hér)

Áfrýjunarréttur
Ef félagsmaður telur sig eiga rétt á styrki til starfsmenntunar, en er hafnað um styrk af viðkomandi verkalýðsfélagi, þá getur félagsmaður vísað umsókn sinni til verkefnisstjórnar Landsmenntar til afgreiðslu.

Breyting á starfsreglum
Reglur þessar geta tekið breytingum samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og var síðast breytt í maí 2015 sem tekur gildi 1. júlí 2015.

(Síða síðast uppfærð 25.06.2015)

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image