• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15

Veikindi og slys

Hér verður gerð grein fyrir réttindum félagsmanna vegna veikinda, atvinnusjúkdóma, slysa og veikinda barna.
Þeir aðilar sem koma að því að byggja upp réttindi við þessar aðstæður eru launagreiðendur og greiða þeir rétt samkvæmt kjarasamningum, Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Akraness og Sjúkratryggingar Íslands.

Þegar um er að ræða varanlegt orkutap og tekjutap vegna veikinda og slysa koma til réttindi hjá lífeyrissjóðum.
Rétt er að vekja athygli á að veikindaréttur er misjafn eftir því hvaða kjarasamningur nær til starfs viðkomandi starfsmanns. Hér á eftir verður kynntur veikindaréttur skv. kjarasamningi á almennum vinnumarkaði (Starfsgreinasambandið/Samtök atvinnulífsins) og hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

 

Veikinda- og slysaréttur skv. kjarasamningi Verkalýðfélags Akraness á almennum vinnumarkaði:

Starfsaldur

Veikindi og slys

Atvinnusjúkdómar og vinnuslys

Veikindi barna yngri en 13 ára

Á 1. mánuði

  

3 mán. á dagvinnulaunum

  

Eftir 1 mán. starf

2 dagar á fullum launum

2 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 2 mán. starf

4 dagar á fullum launum

4 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 3 mán. starf

6 dagar á fullum launum

6 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 4 mán. starf

8 dagar á fullum launum

8 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 5 mán. starf

10 dagar á fullum launum

10 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 6 mán. starf

12 dagar á fullum launum

12 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 7 mán. starf

14 dagar á fullum launum

14 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 8 mán. starf

16 dagar á fullum launum

16 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 9 mán. starf

18 dagar á fullum launum

18 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 10 mán. starf

20 dagar á fullum launum

20 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 11 mán. starf

22 dagar á fullum launum

22 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 1 árs starf

1 mán. á fullum launum

1 mán. á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 2 ára starf

1 mán. á fullum launum
1 mán. á dagv.launum

1 mán. á fullum launum
4 mán. á dagv.launum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 3 ára starf

1 mán. á fullum launum
2 mán. á dagv.launum

1 mán. á fullum launum
5 mán. á dagv.launum 

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 5 ára starf

1 mán. á fullum launum
1 mán. á fullum dagv.laun.
2 mán. á dagv.launum

1 mán. á fullum launum
1 mán. á fullum dagv.laun.
5 mán. á dagv.launum 

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Veikinda- og slysaréttur skv. kjarasamningi Verkalýðfélags Akraness á Heilbrigðisstofnun Vesturlands:

Starfsaldur      Veikindi og slys

Atvinnusjúkdómar og vinnuslys

Veikindi barna yngri en 13 ára

Á 1. mánuði

full laun í 5 daga full laun í 5 daga 0
Á 2. mánuði full laun í 10 daga full laun í 10 daga full laun í 7 daga
Á 3. mánuði full laun í 14 daga full laun í 14 daga full laun í 7 daga
Eftir 3 mánuði full laun í 28 daga full laun í 28 daga full laun í 7 daga
Eftir 6 mánuði full laun í 42 daga full laun í 42 daga full laun í 7 daga
Eftir 1 ár full laun í 60 daga full laun í 60 daga full laun í 10 daga
Eftir 5 ár full laun í 120 daga full laun í 120 daga full laun í 10 daga
Eftir 13 ár  full laun í 180 daga full laun í 180 daga full laun í 10 daga
Eftir 20 ár full laun í 300 daga full laun í 300 daga full laun í 10 daga

 

Veikindaréttur miðast við heildarrétt á hverju 12 mánaða tímabili.
Fastráðnir starfsmenn fá fría læknishjálp, lyf og sjúkrahúsvist í veikindum sínum og eftir slys.

Vinnuslys og atvinnusjúkdómar

Þegar starfsmaður slasast í vinnu eða á beinni leið til eða frá vinnu er mikilvægt að tilkynna það til Vinnueftirlits ríkisins á sérstökum eyðublöðum. Þegar um er að ræða alvarlegri slys sem kunna að valda fjarveru um lengri tíma er mikilvægt að kalla Vinnueftirlitið og Lögreglu á vettvang til úttektar og skýrslutöku.

Víðtækari réttindi en kjarasamningur kveður á um

Við sérstakar aðstæður getur réttur félagsmanna vegna vinnuslysa / atvinnusjúkdóma verið lengri en kjarasamningar kveða á um, t.d. ef ástæður vinnuslyss / atvinnusjúkdóms eru á ábyrgð launagreiðandans eða fulltrúa hans s.s. vegna ónógs öryggisbúnaðar á vinnustað, rangrar notkunar á honum, hættulegrar vinnuaðstöðu eða annarra ástæðna af þessu tagi. Í málum sem þessum aðstoðar lögmaður félagsins félagsmenn.

Réttindi hjá Festu lífeyrissjóði www.festa.is 

Sjóðsfélagar hjá Festu lífeyrissjóði sem verða fyrir tekjutapi vegna skertrar vinnugetu 50% eða umfram það vegna veikinda eða slysa og hafa greitt í lífeyrissjóðinn í samtals 24 mánuði, eiga rétt á örorkulífeyri og barnalífeyri skv. reglum sjóðsins. Maki sjóðsfélaga sem fellur frá á rétt á makalífeyri og barnalífeyri skv. reglum sjóðsins. 

Réttindi hjá Sjúkratryggingum Íslands www.island.is/s/sjukratryggingar 
Starfmenn sem verða fyrir slysi eiga rétt á slysadagpeningum frá og með áttunda degi eftir slys ef hinn slasaði er óvinnufær vegna slyss í minnst tíu daga. Ef vinnuveitandi greiðir laun í slysaforföllum greiðast slysadagpeningar til vinnuveitanda, annars beint til hins slasaða. Slysadagpeningar greiðast í allt að 52 vikur.

Í veikindum eiga starfsmenn sem verið hafa í fullu starfi rétt á fullum sjúkradagpeningum, annars hálfum sjúkradagpeningum. Sjúkradagpeningar greiðast í allt að 52 vikur og greiðast frá lokum veikindaréttar hjá vinnuveitenda.  
Veikindi þurfa að vara lengur en 21 daga og réttur til sjúkradagpeninga myndast eftir 14 daga í veikindum.

Nálgast má frekari upplýsingar á vef sjúkratrygginga Íslands, www.island.is/s/sjukratryggingar eða hjá umboðsmanni á Akranesi sem staðsettur á skrifstofu sýslumanns.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image