• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
May

Kjaraviðræður við Launanefnd sveitarfélaga komnar á lokastig

Formenn aðildarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands voru  boðaðir til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara og hófst fundurinn kl 13:00.  Þegar þetta er skrifað 17:30 eru samningaviðræður við Launanefnd sveitarfélaga á lokastigi og mjög líklegt að skrifað verði undir nýjan kjarasamning við  Launanefnd sveitarfélaga von bráðar.  Verkalýðsfélag Akraness telur að samningurinn sé nokkuð góður.  En Launanefnd sveitarfélaga hafnaði algerlega þeirri kröfu frá Verkalýðsfélagi Akraness um að þau sérákvæði sem gilda fyrir félagsmenn STAK, gildi líka fyrir félagsmenn VLFA.  Þetta gróflega misrétti vegna félagaaðildar getur Verkalýðsfélag Akraness ekki sætt sig við og mun því ekki skrifa undir kjarasamningin við Launanefnd sveitarfélaga. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image