• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Apr

Aðalfundur VLFA 2024

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness verður haldinn

þriðjudaginn 23. apríl 2024 kl. 17:00 á Nítjándu (Golfskálanum)

Dagskrá:

  1. 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
  2. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
  3. 3. Kosningar sem þurfa að fara fram á aðalfundi samkvæmt 28. grein laga félagsins.
  4. 4. Heiðrun fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
  5. 5. Önnur mál.

Á aðalfundi verða ekki afgreiddar með atkvæðagreiðslu aðrar tillögur og ályktanir en þær sem borist hafa til skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund eins og 28. grein laga félagsins kveður á um.

Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins 10 dögum fyrir aðalfund. Komi tillögur eða ályktanir fram þá munu þær liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða einnig kynntar á heimasíðu félagsins,  vlfa.is.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta.

Boðið verður upp á kvöldverð eftir fundinn.

02
Apr

Erum að taka á móti umsóknum - Orlofshús sumar 2024

Orlofshús sumar 2024 

Við erum að taka á móti umsóknum - Hvetjum félagsmenn til að sækja um í gegnum félagavefinn

Einnig er hægt að nálgast umsónareyðublöð á skrifstofu félagsins.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl

Nánari upplýsingar um orlofskosti.

We are accepting applications for vacation houses summer 2024.

Application can be made on Félagavefur or by filling out application form at the office.

Application deadline is april 15.

Information about the houses and options this summer. 

20
Mar

Kjarasamningur SGS samþykktur með 82% atkvæða

Rétt í þessu lauk kosningu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasamband Íslands við Samtök atvinnulífsins og er óhætt að segja að niðurstaðan hafi verið frábær en kjarasamningurinn var samþykktur með 82% greiddra atkvæða. Það er mat formanns VLFA og SGS að þetta sýni og sanni að sú stefna sem tekin var við gerð þessa kjarasamnings hafi farið vel í okkar félagsmenn. Sú stefna laut að því að ganga hér frá langtímasamningi þar sem aðalmarkmið yrði lækkun verðbólgu og vaxta ásamt ríkulegum aðgerðapakka frá stjórnvöldum.

Já, það er ljóst að félagsmenn SGS eru ánægðir með kjarasamninginn enda er þetta samningur sem skilar félagsmönnum á kauptöxtum 23,6% á samningstímanum ásamt hinum ýmsu greiðslum í gegnum tilfærslukerfin, svosem hækkun barnabóta, húsaleigubóta og fríum skólamáltíðum. 

13
Mar

Kosning er hafin

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag

**KJÓSA HÉR**

 

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins hófst á slaginu kl. 12:00 í dag og stendur til kl. 09:00 miðvikudaginn 20. mars.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag.

Mikilvægt er fyrir þá félagsmenn sem starfa eftir samningnum að kynna sér efni hans vel og nýta atkvæðarétt sinn.

Hægt er að skoða glærur hér þar sem farið er ítarlega yfir helstu atriði samningsins og jafnframt hefur Starfsgreinasamband Íslands útbúið sérstaka upplýsingasíðu um samninginn.

Verkalýðsfélag Akraness mun svo standa fyrir kynningarfundi um samninginn en hann fer fram á Nítjándu (golfskálanum) fimmtudaginn 14. mars kl. 17.

Glærur á enskuog á pólsku

12
Mar

Kosning er hafin á kjarasamningi SAMIÐNAR

Iðnaðarmenn athugið !

Samiðn undirritaði í Karphúsinu í undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Auk Samiðnar skrifuðu Efling og Starfsgreinasambandið undir samninga.

Samningarnir gilda til fjögurra ára, til 2028, og kveða á um árlegar kauphækkanir.

Samkvæmt samningunum hækka laun árlega að lágmarki um 23.750 krónur 1. febrúar síðastliðinn og í hlutfalli við það upp launflokka. Almenn launahækkun er 3,25 prósent á þessu ári en 3,5 prósent á næstu þremur árum þar á eftir – þær hækkanir koma til framkvæmda 1. janúar ár hvert.

Desemberuppbót fyrir starfsmann í fullu starfi verður 106 þúsund krónur á þessu ári og hækkar um 12 þúsund krónur á samningstímanum. Þá verður lágmarksorlof 25 dagar, hafi starfsmaður unnið í sex mánuði hjá fyrirtæki en 28 dagar að fimm árum liðnum.

Rauði þráðurinn í samningi Samiðnar og SA er sá metnaður að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu.

Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Samiðnar við SA hefst í dag, þriðjudaginn 12. mars, kl. 12:00 og stendur yfir til kl. 12:00 þriðjudaginn 19. mars nk.

Atkvæðagreiðsla fer fram í gegnum „mínar síður“ en allt félagsfólk fær sendan hlekk á atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst og sms, ef upplýsingar eru til staðar.

 

Glærukynningu vegna kjarsamningsins má lesa á íslensku og pólsku.

Kjarasamninginn má finna hér

Kynningar vegna samningsins verða með eftirfarandi hætti:

  • Fundur Félags iðn- og tæknigreina/Samiðnar, mánudaginn 11. mars kl. 20:00, Krossmóum 4, Reykjanesbæ.
  • Fundur Félags iðn- og tæknigreina/Samiðnar, þriðjudaginn 12. mars kl. 18:00, Austurvegi 56, Selfossi.
  • Sameiginlegur félagsfundur FIT og Byggiðnar, miðvikudaginn 13. mars kl. 17:00 að Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogsmegin.
  • Sameiginlegur félagsfundur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri (FMA) og Byggiðnar, fimmtudaginn 14. mars kl. 17:00 í Hofi Akureyri.
  • Sameiginlegur félagsfundur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri (FMA) og Byggiðnar, fimmtudaginn 15. mars kl. 16:00 í Sal verkalýðsfélaganna, Eyrargötu 24b, Siglufirði.
  • Fundur Félags iðn- og tæknigreina/Samiðnar, fimmtudaginn 14. mars kl. 17:00, Stillholti 16, Akranesi.

 

12
Mar

Upplýsingar um nýjan kjarasamning SGS og SA

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS og SA á almennum vinnumarkaði hefst á morgun, miðvikudaginn 13. mars og stendur til 20. mars. Mikilvægt er fyrir þá félagsmenn sem starfa eftir samningnum að kynna sér efni hans vel og nýta atkvæðarétt sinn. Hægt er að skoða glærur hér þar sem farið er ítarlega yfir helstu atriði samningsins og jafnframt hefur Starfsgreinasamband Íslands útbúið sérstaka upplýsingasíðu um samninginn.

Verkalýðsfélag Akraness mun svo standa fyrir kynningarfundi um samninginn en hann fer fram á Nítjándu (golfskálanum) fimmtudaginn 14. mars kl. 17.

Glærur á ensku 

Glæru á pólsku

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image