• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
May

Bæjarráð Akraneskaupstaðar sýnir mikinn vilja til að leysa málefni Laugafisks

Bæjarráð hefur haft samband við forsvarsmenn Laugfisks og óskað eftir að funda með þeim strax á mánudaginn.  Eins og fram hefur komið hér á síðunni þá snýst málið um þá ákvörðun heilbrigðisnefndar Vesturlands að  fyrirtækinu verði skylt að draga úr starfssemi sinni um 50% yfir sumarmánuðina.  Ákvöðun þessi er byggð á kvörtunum sem hafa borist yfir lyktarmengun frá fyrirtækinu.  Ætlar bæjarráð að heyra í forsvarsmönnum fyrirtækisins og fara yfir stöðuna  eins og hún er í dag.  Það er greinilegur vilji bæjarráðs að viðunandi lausn finnist á málefnum fyrirtækisins.  Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með þau hröðu viðbrögð sem bæjarráð Akraneskaupstaðar sýna í málefnum Laugafisks.  Eins og fram hefur komið áður hér á síðunni þá starfa 35 manns hjá Laugafiski og laun og launatengd gjöld námu um 100 hundrað milljónum á síðast ári.  Það fer því ekkert á milli máli hversu mikilvægt það er fyrir okkur Akurnesinga að starfsemi Laugafisks haldi áfram hér á Akranesi. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image