• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
May

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness gaf gjöf til nemenda í Fjölbrautarskóla Vesturlands sem náðu framúrskarandi árangri í verklegum greinum

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að gefa árlega verðalaun þegar nemendur útskrifast af námsbraut í húsasmíði frá Fjölbrautarskóla Vesturlands.  Er hér um að ræða nemendur sem ná framúrskarandi árangri í verklegum greinum.  Með þessu vill Verkalýðsfélag Akraness leggja sitt að mörkum til að auka veg og virðingu handverks og verkmennta við Fjölbrautaskóla Vesturlands.  Í gær voru verðlaunin veitt í fyrsta sinn.  Það voru tveir nemendur sem skarað hafa fram úr í verklegum greinum í húsasmíði.  Þeir eru Sindri Hlífar Guðmundsson og Vésteinn Sigmundsson og hlutu þeir báðir verðlaun frá Verkalýðsfélagi Akraness.  Hörður Helgason skólameistari við Fjölbrautarskóla Vesturlands þakkaði Verkalýðsfélagi Akraness fyrir þessar gjafir.  Sagði jafnframt að með þessum gjöfum sýnir félagið góðan hug til skólans og það sé okkur mikils virði.  Stjórn félagsins óskar þeim Sindra og Vésteini kærlega til hamingju með frábæran námsárangur

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image