• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Föst: 8.00 - 16.00
04
Apríl

Það tókst að halda sérákvæðunum

Verkalýðsfélag Akraness skrifaði undir samkomulag við samninganefnd ríkisins, vegna þeirra sérmála sem starfsmenn sem vinna á Sjúkrahúsi Akraness hafa. Eftir mikinn þrýsting frá þeim félögum sem sérákvæði hafa þá tókst að landa þessum sérmálum.

 Það var krafa frá samningarnefnd ríkisins, að félögin skildu afsala sér öllum þeim sérmálum, sem þau höfðu ef þau ætluðu sér að vera með í þessum nýja sameigilega samningi sem gerður verður við öll félögin. Það er því gríðalegur sigur að hafa tekist að halda nánast öllum þeim sérákvæðum sem eru í kjarasamningi starfsmanna sem starfa við Sjúkrahús Akraness.

03
Apríl

Formaður fundaði með Hjúkrunarforstjóra og framkvæmdarstjóra á Sjúkrahúsi Akraness í gær

Farið var yfir stöðu mála í kjaradeilu milli Starfsgreinasambands Íslands og Samninganefndar ríkisins f,h fjármálaráðherra.  Formaður félagsins sagði eftir fundinn að þetta hafi verðið mjög góður fundur, og fram hafi komið í máli hjúkrunarforstjóra og framkvæmdstjóra Sjúkrahúsins, að þau hefðu fullan skilning á þeirri óánægju sem ríkti meðal okkar félagsmanna sem starfa á Sjúkrahúsi Akraness með sín launakjör.

31
Mars

Góður fundur með starfsmönnum síldarverksmiðjunnar

Fundur var haldinn með starfsmönnum síldarverksmiðjunnar, á skrifstofu félagsins á s.l þriðjudag   Var þetta afar góður fundur, en nokkur gömul ágreiningsmál sem lúta að túlkun á kjarasamningi voru til umræðu.  Reynt verður eftir fremsta megni að leysa þessi mál eins fljótt og verða má.  Til umræðu var líka sérkjarasamningur starfsmanna en hann rennur út 30. apríl.

31
Mars

Formaður Sjómannadeildar á fundi hjá samninganefnd SSÍ

Samninganefnd Sjómannasambands Íslands fundaði þriðjudaginn 30. mars í Reykjavík. Á fundinum var farið yfir stöðu mála í viðræðum sambandsins við LÍÚ.  Hjörtur Júlíusson formaður Sjómannadeildar sat fundinn fyrir hönd félagsins.  Formaður Sjómannadeildar sagði lítið sem ekkert hafi þokast í samkomulagsátt, en menn væru samt sem áður að ræðast við.  Hjörtur sagði að margir væru því miður orðnir nokkuð svartsýnir á framhaldið.

31
Mars

Stefnir í verkall á sjúkrahúsum

Mjög mikið ber í milli í samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins við ríkið. Upp úr samningum slitnaði í síðustu viku og er allt útlit fyrir að til verkfallsaðgerða komi.

"Við höfum ekkert rætt saman síðan það slitnaði upp úr viðræðunum. Staðan hefur verið metin í félögunum og þar verða ákvarðanir teknar," segir Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Að sögn Halldórs verður verkfallsheimildar aflað á næstu dögum. "Ef það gengur eftir má gera ráð fyrir að aðgerðir hefjist um miðjan mánuðinn," segir Halldór. Ef til verkfallsaðgerða kemur munu þær í fyrstu beinast gegn heilbrigðisstofnunum en talið er að þannig sé hægt að hámarka áhrif aðgerðanna. Halldór segir að vonlaust sé að reka sjúkrahúsin án ófaglærða starfsfólksins. "Það er lunginn í starfi sjúkrahúsanna. Það er alveg vonlaust að reka sjúkrahúsin án þessa fólks," segir hann. Deila Starfsgreinasamningsins og ríkisins snýst bæði um launatöflur og lífeyrissjóðsmál og segir Halldór að mikill munur sé á deilendum í báðum málunum. Hvað varðar lífeyrissjóðsmálin segir Halldór að tækifæri hafi verið til þess að ganga í þau mál árið 2001 en það hafi ekki verið gert og því standi þeir nú frammi fyrir svo erfiðri deilu núna. Halldór segir samningaviðræðurnar vera í hnút og því séu ekki aðrir kostir í stöðunni en að undirbúa aðgerðir. "Við teljum að það sé búið að reyna allt sem hægt er að gera og því þurfi að nota þrýsting ef við ætlum að ná þessu. Um annað er ekki að ræða," segir hann. "En við vonum að þetta leysist áður en til slags kemur."

29
Mars

Kjarasamningar samþykktir

Niðurstaða:

Á kjörskrá voru 436, alls greiddu 99 atkvæði eða 22,71% félagsmanna.

Já sögðu 61 eða 61,62%
Nei sögðu 33 eða 33,33%
Auðir og ógildir seðlar voru 5eða 5%

Niðurstaða liggur fyrir, kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands frá 7. mars er samþykktur í Verkalýðsfélagi Akraness. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image