• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað um starfsemi Síldar-og fiskimjölsverksmiðjunnar á morgun Síldar-og fiskimjölsverksmiðjan á Akranesi
22
Aug

Fundað um starfsemi Síldar-og fiskimjölsverksmiðjunnar á morgun

Forsvarsmenn HB Granda ætla að funda með starfsmönnum síldarbræðslunnar og formanni Verkalýðsfélagsins á morgun.  Tilefni fundarins er sú mikla óánægja starfsmanna með þann samdrátt sem orðið hefur á starfsemi síldarbræðslunnar á liðnu ári.  Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa tekjur starfsmanna dregist saman um allt að 56% á milli ára, er það vegna þess að megnið að uppsjávarafla fyrirtækisins hefur verðið landað á Vopnafirði en ekki hér á Akranesi . Nú þegar hafa 5 starfsmenn af 12 hætt störfum og þeir sem eftir eru eru að íhuga einnig að gera það sama.  Sú sérþekking sem starfsmenn Síldar-og fiskimjölsverksmiðjunnar búa yfir er fyrirtækinu afar mikilvæg.  Formaður félagsins og  trúnaðarmaður nefndu því við forsvarsmenn HB Granda á fundinum á miðvikudaginn, að fyrirtækið verði að mæta þeim mikla samdrætti á launum starfsmanna  með einum eða öðrum  hætti.  Væntanlega munu forsvarsmenn fyrirtækisins svara þessari beiðni félagsins á morgun.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image