• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Forsvarsmenn Fangs ehf óska eftir lengri fresti til að ganga frá nýjum fyrirtækjasamningi Íslenska járnblendið hér vinna konurnar í Fangi ehf.
26
Aug

Forsvarsmenn Fangs ehf óska eftir lengri fresti til að ganga frá nýjum fyrirtækjasamningi

Framkvæmdastjóri Fangs ehf. hafði samband við formann Verkalýðsfélags Akraness í morgun.  Óskaði framkvæmdastjórinn eftir því við stéttarfélagið að það sýndi enn meiri biðlund hvað varðar nýjan fyrirtækjasamning handa starfsmönnum Fangs.  Ástæðan fyrir því að ekki hefur tekist að gera drög að nýjum fyrirtækjasamningi er vegna mikilla anna hjá Samtökum atvinnulífsins að sögn forsvarsmanna Fangs.  Einnig kom fram hjá framkvæmdastjóranum að eigendur Fangs hefðu mikinn vilja til að klára fyrirtækjasamning fyrir 15. september.  Ef það tekst þá hafa starfsmenn verið samningslausir í tæpt ár.  Verkalýðfélag Akraness mun heyra í starfsmönnum eftir helgi og fara yfir stöðuna og ákveða hvað gera skuli.   Þessi framkoma eigenda Fangs ehf. er til háborinnar skammar og er þar vægt til orða kveðið, en Fang er í 100% eigu Íslenska járnblendifélagsins.  Verkalýðsfélag Akraness hefur ítrekað reynt að fá eigendur Fangs að samningaborðinu til að klára samning fyrir starfsmenn Fangs eins og aðra starfsmenn á Grundartangasvæðinu en ekkert hefur gengið.  Hjá Fangi ehf. eru 12 starfsmenn sem allt eru konur sem starfa við ræstingar og í mötuneyti Íslenska járnblendifélagsins.  Rétt er að það komi fram að gengið var frá kjarasamningum fyrir starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins og starfsmenn Klafa ehf. snemma í vor.  En kjarasamningar Íslenska járnblendifélagsins, Klafa og Fangs runnu allir út á sama tíma eða 1. desember 2004.   En það virðist vera að konurnar í ræstingu og mötuneyti skipti ekki eins miklu máli og aðrir starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins.  Enn og aftur er það mat Verkalýðsfélags Akraness þetta sé eigendum Fangs ehf. (Íslenska járnblendifélagsins á Fang ehf 100%) til mikilla vansa.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image