• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað um málefni Síldar-og fiskimjölsverksmiðjunnar með starfsmönnum og stéttarfélaginu í dag Formaður VLFA ásamt trúnaðarmönnum Síldarbræðslunar
23
Aug

Fundað um málefni Síldar-og fiskimjölsverksmiðjunnar með starfsmönnum og stéttarfélaginu í dag

Forsvarsmenn HB Granda funduðu með starfsmönnum og formanni VLFA um  framtíðarskipan Síldar-og fiskimjölverksmiðjunar í dag.  Fram kom í máli forsvarsmanna HB Granda að verksmiðjan hér á Akranesi er ætlað að gegna veigamiklu hlutverki á loðnuvertíðinni, en því miður kom líka fram að ekki er útlit á að kolmuna verði landað hér á Akranesi eins og gert hefur verið á liðnum árum.  Starfsmenn bræðslunnar voru ófeimnir við að láta í ljós óánægju sína með þá þróun sem átt hefur sér stað hvað varðar löndun á uppsjávarafla fyrirtækisins.  Starfsmenn bentu á að verksmiðjan hér á Akranesi er sú eina sem framleiðir hágæðamjöl.  Um þessar mundir fæst 10% meira fyrir hágæðamjöl miðað við standardmjöl.  Því er það mat félagsins og starfsmanna að það geti verið hagkvæmara að láta skipin sigla með aflann til bræðslu hér á Akranesi þar sem ekki er hægt að framleiða hágæðamjöl á Vopnafirði.   Nú eru aðilar að leita leiða til að halda í þá starfsmenn sem eftir eru í verksmiðjunni, því sú sérþekking sem starfsmennirnir búa yfir er eigendum HB Granda nauðsynlegur til að hægt sé að starfrækja síldarbræðsluna.  Ef eigendur fyrirtækisins ætla að halda í þá starfsmenn sem eftir eru verða þeir að koma til móts við þá með einum eða öðrum hætti.  Verkalýðsfélag Akraness lagði fram tillögu í þeim efnum á fundinum í dag og ætla forsvarsmenn HB Granda að svara þeirri tillögu eftir helgi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image