• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Enn bíða starfsmenn Fangs ehf eftir nýjum fyrirtækjasamningi ! Þolinmæðin á þrotum hjá starfsmönnum Fangs !
25
Aug

Enn bíða starfsmenn Fangs ehf eftir nýjum fyrirtækjasamningi !

Verkalýðsfélag Akraness bíður enn eftir drögum að nýjum fyrirtækjasamningi frá eigendum Fangs ehf.  En kjarasamningur starfsmanna rann út 1. desember 2004 og hafa starfsmenn því verið samningslausir í 9 mánuði sem er með öllu óásættanlegt.  Starfsmenn Fangs sjá um mötuneyti og ræstingu fyrir Íslenska járnblendifélagið og einnig um ræstingu og þvott fyrir Norðurál.  Töluvert er síðan forsvarsmenn fyrirtækisins lofuðu Verkalýðsfélagi Akraness tillögum að nýjum fyrirtækjasamningi og er því þolinmæði félagsins algerlega á þrotum.  Félagið vísaði deilunni til sáttasemjara fyrir um tveimur mánuðum og var einn fundur  haldinn hjá sáttasemjara.  Því fljótlega eftir fundinn hjá sáttasemjara lofuðu forsvarsmenn Fangs ehf. að koma með drög að nýjum fyrirtækjasamningi og eins og áður sagði hefur ekkert gerst í þeim málum.  Stéttarfélagið hefur gert eigendum Fangs ehf. grein fyrir því að komi ekki drög að nýjum fyrirtækjasamningi fyrir helgi, muni stéttarfélagið íhuga það sterklega að grípa til einhverja aðgerða.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image