• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fréttir

Fréttir

15
Mar

Fundað var í dag um kjarasamning Norðuráls hjá ríkissáttasemjara

Samningafundur var haldinn  með forsvarsmönnum Norðuráls í dag.  Fundað var í húsakynninum  ríkissáttasemjara.  Ekkert markvisst gerðist á fundinum í dag en aðilar eru að ræða saman og reyna að finna einhverja lausn sem báðir aðilar geta verið ásáttir með.  Ljóst er samt sem áður að töluvert ber á milli aðila.   Á morgun munu nokkrir úr samninganefnd stéttarfélaganna funda með hagfræðingi ASÍ og fulltrúum Norðuráls.    Eftir þennan fund á morgun mun væntanlega verða ákveðið hvernig framhaldinu verður háttað í þessum viðræðum   

14
Mar

Skrifað var undir viðauka við kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið í dag

Skrifað var undir viðauka við kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins seinni partinn í dag hjá ríkissáttasemjara.   Það sem hefur áunnist frá því að kjarasamningurinn var felldur er að það er búið að flýta róteringu starfmanna milli starfsstöðva niður í einn mánuð.  Starfsmenn fóru fram á að kaupaukar á vissum svæðum yrðu áfram til staðar.   Það er skemmst að  frá því að segja að fyrirtækið samþykkti alla þá staði sem starfsmenn óskuðu eftir að yrðu áfram kaupaukaskildir.   Greiðsla fyrir hvern kaupauka verður 41.72 króna.   Varðandi bónusmálin þá samþykkti fyrirtækið að hafa lágmarksbónus næstu þrjá mánuði uppá 4.2% en samningsaðilar höfðu gert ráð fyrir að meðaltalsbónus þessa árs yrði 2.2%.  Vegna skilatímana þá mun fyrirtækið ekki standa fyrir námskeiðum á sumarorlofstímanum og einnig mun fyrirtækið tilkynna starfsmönnum  með tveggja vikna fyrirvara hvenær námskeiðin verða haldinn.

 Það kemur bókun um að taka upp samvinnu og samráð milli starfsmanna og fulltrúa fyrirtækisins, nefndin verður skipuð þremur fulltrúum starfsmanna og þremur fulltrúum frá fyrirtækinu. 

 Eingreiðsla vegna breytinga á bónuskerfinu hækkar úr 15.000 þúsund í 50.000 þúsund.  Orlofs og desemberuppbótin hækkar úr 92.327 í 96.704. 

Þetta voru helstu atriðin sem breyttust. 

Ákveðið hefur verið að kynna samninginn í þessari viku og verður fyrsta kynningin á miðvikudaginn en þá koma A vaktin og síðan B vaktin.  

Á fimmtudeginum verða það dagmenn sem fá sína kynningu. 

Á föstudaginn verða E vaktin og síðan D vaktin og að endingu á sunnudeginum verður það C vaktin sem fær sína kynningu.  Hægt verður að kjósa um samninginn eftir hverja kynningu fyrir sig.

14
Mar

Fundað hjá ríkissáttasemjara á morgun

Samningafundur verður haldinn á morgun vegna kjarasamnings Norðuráls.  Ákveðið hefur verið að funda í húsakynnum ríkissáttasemjara þó svo að ekki sé búið að vísa deilunni til sáttasemjara.  Samningsaðilar eru sammála að gott geti verið að funda hjá sáttasemjara þar er nóg pláss ef aðilar þurfa að funda í sitt í hvoru lagi.  Fundurinn hefst kl. 14:30 

14
Mar

Fundað í dag hjá ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið

Fundað verður hjá ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið  fundurinn hefst kl 13.  Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá var gengið frá samkomulagi um róteringu ofngæslumanna á fundi fyrir helgi.  Það eru nokkur atriði sem starfsmenn vilja einnig sjá breytingu á t.d kaupaukana og bónusinn.  Vonandi tekst að klára þessu deilu í dag og Verkalýðsfélag Akraness sæmilega bjartsýnt á að það geti tekist þó vissulega geti brugðið til beggja vona í þeim efnum. 

12
Mar

Niðurstaða náðist um róteringuna við framleiðslustjóra Íslenska járnblendifélagsins

Fundað var með aðstoðarforstjóra og framleiðslustjóra Íslenska járnblendifélagsins í gær.  Tilefni fundarins var að ræða róteringu ofngæslumanna sem og samskiptamálin á milli starfsmanna og stjórnenda sem hafa því miður ekki verið nægilega góð á liðnum árum.  Það er skemmst frá því að segja að forsvarsmann Íj komu með ýmsar góðar tillögur sem leitt gætu til bættrar samskipta milli aðila.  Verkalýðsfélag Akraness finnur fyrir verulegri stefnubreytingu hjá stjórnendum íj, og er þessi stefnubreyting klárlega til góðs fyrir starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins.  Gengið var frá samkomulagi við framleiðslustjóra ÍJ um flýtingu starfsmanna á milli starfsstöðva (róteringu).  Samkomulagið  er fólgið í því að ofngæslumenn færast á milli starfa á eins mánaðar fresti í stað þriggja áður.

Vissulega vildu starfsmenn róterast á milli starfa á einnar tarnar fresti, þetta er hins vegar niðurstaðan og eru trúnaðartengiliðir  nokkuð sáttir með þessa niðurstöðu því, komið hefur verið töluvert til móts við vilja starfsmanna .  Rótering var eitt af þeim málum sem starfsmenn voru afar óánægðir með og vildu knýja fram breytingu á.  Nú  eru nokkur atriði eftir sem deiluaðilar eru að reyna að finna lausn á t.b kaupaukum sem og bónus starfsmanna.  Verkalýðsfélag Akraness óskaði eftir því við trúnaðartengiliðina að þeir kæmu með á fundinn sem verður haldinn   hjá ríkissáttasemjara á mánudaginn kemur, það er mikilvægt að trúnaðartengiliðirnir séu með á lokasprettinum.  Einnig er nauðsynlegt fyrir Verkalýðsfélag Akraness  að hafa trúnaðartengiliðina með til aðstoðar við ákvörðunartöku á þeim ágreiningsatriðum sem eftir eru .   Vonandi tekst  að ganga frá nýjum kjarasamningi við Íslenska járnblendifélagsins á mánudaginn kemur.

12
Mar

Mikið ber á milli stéttarfélaganna og Norðuráls miðað við það tilboð sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lagt fram

Fundað var með forsvarsmönnum Norðuráls í gærmorgun.  Efni fundarins var að fara yfir tilboðið sem Norðurálsmenn lögðu fram á fimmtudaginn, og einnig gerðu stéttarfélögin grein fyrir sinni afstöðu gagnvart tilboði fyrirtækisins.  Verkalýðsfélag Akraness gerði forsvarsmönnum Norðuráls grein fyrir afstöðu félagsins til tilboðsins.  Einnig gerði formaður félagsins forsvarsmönnum Norðuráls grein fyrir því að Verkalýðsfélag Akraness mun ekki undirrita nein kjarasamning við Norðurál, sem ekki tekur á þeim mikla launamun sem er á milli sambærilegra verksmiðja.

Þetta tilboð sem lagt var fram af forsvarsmönnum Norðurál tók ekkert á þessum mikla launamun sem er á milli sambærilegra verksmiðja ekki neitt.  Forsvarsmenn Norðuráls verða að gera sér grein fyrir því strax að þennan launamun þarf að jafna, annað munu starfsmenn Norðuráls ekki sætta sig við og eins og áður hefur komið fram vinnur Verkalýðsfélag Akraness eftir þessum vilja starfsmanna.

09
Mar

Forsvarsmenn Norðuráls lögðu fram tilboð á fundinum í morgun

Samningafundur var haldinn í morgun vegna kjarasamnings  Norðuráls, fundurinn hófst kl 9:00.  Forsvarsmenn Norðuráls lögðu fram tilboð um  nýjan kjarasamning á fundinum í morgun.  Stéttarfélögin eru þessa stundina að kostnaðarmeta þetta nýja tilboð sem forsvarsmenn Norðuráls lögðu fram.   Það liggur samt fyrir að þetta tilboð er að mati Verkalýðsfélags Akraness langt frá því að vera ásættanlegt.  Krafan frá starfsmönnum er hvell skýr eins og ítrekað hefur komið fram hér á heimasíðunni.  Krafan byggist á því að jafna launamuninn á við aðrar sambærilegar verksmiðjur, annað er ekkert sanngirni.   Verkalýðsfélag Akraness mun hvergi hvika frá þeirri kröfu starfsmanna.  Samninganefnd stéttarfélaganna mun funda sameiginlega í fyrramálið og fara yfir stöðuna.  Einnig hefur verið ákveðið að funda aftur með forsvarsmönnum Norðuráls á föstudaginn þar sem stéttarfélögin munu væntanlega svara tilboði fyrirtækisins.

08
Mar

Fundað verður um nýjan kjarasamning Norðuráls á morgun

Samningafundur verður á morgun kl 11:00 vegna kjarasamnings  Norðuráls.  Samninganefnd stéttarfélaganna fundaði í morgun og fór yfir stöðuna og lagði línurnar fyrir fundinn með forsvarsmönnum Norðuráls.  Verkalýðsfélag Akraness veit hvað starfsmenn vilja bæði hvað lítur að vaktafyrirkomulagi og einnig kröfuna um  að jafna launamuninn við sambærilegar verksmiðjur.   Þetta eru þær kröfur sem starfsmenn Norðuráls leggja mestu áherslu á og eftir þessum kröfum starfsmanna mun Verklýðsfélag Akraness vinna. 

08
Mar

Fundað vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið

Samningafundur var haldinn í dag vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið, fundað var í matsal starfsmanna.   Til fundarins voru boðaðir allir í samninganefnd stéttarfélaganna ásamt trúnaðartengiliðunum.  Fyrir hönd fyrirtækisins voru allir forsvarsmenn fyrirtækisins mætir, ásamt Hannesi Sigurðssyni og Ragnari Árnasyni frá Samtökum atvinnulífsins.  Niðurstaðan af fundinum var sú að deiluaðilar myndu einblína á að reyna að leysa þau atriði sem starfsmenn eru hvað mest ósáttir með t.b róteringu, kaupauka og bónusmál.  Það kom skýrt fram hjá forsvarsmönnum Íj að fyrirtækið er ekki tilbúið  að auka kostnaðarþátt samningsins, meira heldur enn þeir væru í raun og veru búnir gera.  Þeir voru samt sem áður tilbúnir til að skoða nokkur atriði nánar.   Ætla deiluaðilar að funda  um kaupaukana á fimmtudaginn og róteringuna á föstudaginn, vonandi finnst einhver lausn á þessum tveimur atriðum á þessum fundum.  Ríkissáttasemjari lagði áherslu á að deiluaðilar verði komnir með þessi ágreiningsatriði á hreint þegar deiluaðilar funda aftur, en til hans hefur nú þegar verið boðað og verður sá fundur haldinn í húsakynnum sáttasemjara  mánudaginn 14 feb.  

07
Mar

Samningafundur vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið verður haldinn á morgun

Ríkissáttasemjari mun koma á samningafund sem haldinn verður á morgun vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við ÍJ.  Fundurinn verður haldinn í matsal Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga og hefst fundurinn  kl 13:00.  Stéttarfélögin létu forsvarsmenn Íj hafa þær viðbótar kröfur sem starfsmenn gerðu á síðasta samningafundi sem haldinn var um miðjan febrúar.   Starfsmenn telja að þessar nýju kröfur þurfi að koma til viðbótar til að hægt verði að ganga frá nýjum kjarasamningi. Á fundinum á morgun munu forsvarsmenn ÍJvæntanlega svara kröfum starfsmanna hvort fyrirtækið geti orðið við þeim eða ekki. Það skýrist líklega heilmikið eftir fundinn á morgun hvernig framhaldið verður í þessari mjög svo erfiðu kjaradeilu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image