• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Mar

Skrifað var undir viðauka við kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið í dag

Skrifað var undir viðauka við kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins seinni partinn í dag hjá ríkissáttasemjara.   Það sem hefur áunnist frá því að kjarasamningurinn var felldur er að það er búið að flýta róteringu starfmanna milli starfsstöðva niður í einn mánuð.  Starfsmenn fóru fram á að kaupaukar á vissum svæðum yrðu áfram til staðar.   Það er skemmst að  frá því að segja að fyrirtækið samþykkti alla þá staði sem starfsmenn óskuðu eftir að yrðu áfram kaupaukaskildir.   Greiðsla fyrir hvern kaupauka verður 41.72 króna.   Varðandi bónusmálin þá samþykkti fyrirtækið að hafa lágmarksbónus næstu þrjá mánuði uppá 4.2% en samningsaðilar höfðu gert ráð fyrir að meðaltalsbónus þessa árs yrði 2.2%.  Vegna skilatímana þá mun fyrirtækið ekki standa fyrir námskeiðum á sumarorlofstímanum og einnig mun fyrirtækið tilkynna starfsmönnum  með tveggja vikna fyrirvara hvenær námskeiðin verða haldinn.

 Það kemur bókun um að taka upp samvinnu og samráð milli starfsmanna og fulltrúa fyrirtækisins, nefndin verður skipuð þremur fulltrúum starfsmanna og þremur fulltrúum frá fyrirtækinu. 

 Eingreiðsla vegna breytinga á bónuskerfinu hækkar úr 15.000 þúsund í 50.000 þúsund.  Orlofs og desemberuppbótin hækkar úr 92.327 í 96.704. 

Þetta voru helstu atriðin sem breyttust. 

Ákveðið hefur verið að kynna samninginn í þessari viku og verður fyrsta kynningin á miðvikudaginn en þá koma A vaktin og síðan B vaktin.  

Á fimmtudeginum verða það dagmenn sem fá sína kynningu. 

Á föstudaginn verða E vaktin og síðan D vaktin og að endingu á sunnudeginum verður það C vaktin sem fær sína kynningu.  Hægt verður að kjósa um samninginn eftir hverja kynningu fyrir sig.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image