• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Aug

Er símenntun ekki eitthvað fyrir þig ? Educational opportunities for you ?

Símenntun á Vesturlandi og Verkalýðsfélag Akraness áætla að setja af stað frístunda- og starfsþróunarnámskeið í vetur.

Til þess að framboð á námskeiðum verði í samræmi við óskir félagsfólks biðjum við okkar frábæra félagsfólk að svara meðfylgjandi könnun.

 

We would like your opinion on courses you would like to attend this winter, in cooperation of Verkalýðsfélag Akraness and Símenntun á Vesturlandi.

Survey form in english and polish.

 

Islenska: https://forms.office.com/e/4DUSLwDZ5j

Könnunin er nafnlaus - The survey is anonymous - Ankieta jest anonimowa

 

 Verkalýðsfélag Akraness  styrkir félagsfólk sitt til að sækja þau námskeið sem í boði verða.

16
Aug

Verða hvalveiðar heimilaðar 1. september?

Eins og fram kom í frétt um daginn þá ákvað Hvalur hf. að bjóða starfsmönnum vinnu áfram þrátt fyrir hið ótrúlega tímabundna bann við hvalveiðum sem matvælaráðherra setti á sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Formaður VLFA lýsir yfir ánægju með að Hvalur hf. hafi boðið starfsmönnum vinnu í sumar en að sjálfsögðu er Hvalur hf. að tryggja að fyrirtækið hafi mannskap þegar svokallaða „tímabundna“ hvalveiðibann rennur út þann 1. september.

Enda blasir við að Hvalur mun fara á veiðar 1. september og reyna að lágmarka það gríðarlega fjárhagstjón sem matvælaráðherra hefur valdið starfsmönnum og fyrirtækinu.

Rétt er að geta þess að sú vinna sem er í boði hjá Hval hf. er einungis dagvinna ef formaður skilur þetta rétt og nema þær launatekjur einungis brot af þeim tekjum sem starfsmenn hefðu annars haft ef þetta ólöglega tímabundna hvalveiðibann hefði ekki komið til.

Það verður fróðlegt að sjá hvort matvælaráðherra ætli að halda áfram að ástunda ógeðfelld stjórnsýsluvinnubrögð og heimila ekki veiðarnar 1. september eins og ráðherrann hefur nú þegar gefið í skyn að hún ætli sér að gera.

Það er alveg ljóst að Hvalur hf. er að undirbúa margra milljarða skaðabótakröfu á hendur ríkinu. Það er bara spurning hversu há hún verður, en það mun væntanlega ráðast á því hvort veiðarnar verða heimilaðar 1. september eða ekki.

Núna er hins vegar stóra spurningin hvort hvalveiðar verði heimilaðar 1. september eða ekki en eitt er víst að matvælaræaðherra hefur sýnt í verki að hún er svo sannarlega tilbúin að víkja lagabókstafnum til hliðar til að koma sínum pólitískum áherslum í gegn.

Það verður hins vegar fróðlegt að sjá viðbrögð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ef matvælaráðherra heimilar ekki veiðar frá og með 1. september.

Það er mat formanns VLFA að ef veiðarnar verði ekki heimilaðar þá hljóti þetta ríkisstjórnarsamstarf að springa, annað er nánast útilokað.

15
Aug

Stjórn VLFA sjálfkjörin

Frestur til að skila inn framboðslistum til stjórnarkjörs rann út á hádegi í dag. Þar sem ekki bárust aðrir listar en sá sem stjórn og trúnaðarráð lagði fram telst sá listi sjálfkjörinn eins og 24. gr. laga félagsins kveður á um..

Umtalsverðar breytingar verða á stjórn félagsins en úr stjórn fara nokkrir stjórnarmenn sem hafa látið af störfum á íslenskum vinnumarkaði sökum aldurs. Rétt er að geta þess að þessir einstaklingar hafa verið í stjórn félagsins allt frá árinu 2004. En þau eru Sigríður Sigurðardóttir, Elí Halldórsson, Sigurður Guðjónsson, Alma M. Jóhannsdóttir og Jóna Á. Adolfsdóttir.

Einnig fór úr stjórn Kristófer Jónsson en hann tilheyrir ekki lengur VLFA sökum þess að hann er orðinn stýrimaður skuttogara og einnig Tómas Rúnar Andrésson en hann lést á síðasta ári.

Stjórn félagsins vill færa þeim kærar þakkir fyrir frábært samstarf og vel unnin störf í þágu félagsins og þátttöku þeirra í þeirri miklu uppbyggingu sem verið hefur á starfsemi félagsins á undanförnum árum.

Nýir í stjórn Verkalýðsfélag Akraness eru Jón Vilhelm Ákason, Katrín Ósk Sigurdórsdóttir, Allan Freyr Vilhjálmsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir og Ingibjörg Helga Rögnvaldsdóttir.

Að öðru leyti hafa ekki orðið fleiri mannabreytingar í stjórn. Vill formaður bjóða stjórnarmenn hjartanlega velkomna til starfa með von um að samstarfið verði félaginu áfram jafn farsælt og það hefur verið hingað til.

Það er rétt að geta þess að stjórn Verkalýðsfélags Akraness er eins sú fjölmennasta sem gerist í verkalýðshreyfingunni en í heildina skipa 18 stjórnarmenn stjórn félagsins. 

08
Aug

Stjórnarkjör VLFA 2023

Stjórnarkjör 2023

Samkvæmt 24 gr. laga Verkalýðsfélags Akraness ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar.

Framboðslistum til stjórnarkjörs í Verkalýðsfélagi Akraness árið 2023, ásamt meðmælendum skv. reglugerð ASÍ um allsherjaratkvæðagreiðslur, ber að merkja kjörstjórn og skila á skrifstofu félagsins, Þjóðbraut 1 fyrir kl. 12:00 þann 15. ágúst nk. Hvert það framboð er gilt sem fram kemur innan þess tíma og hefur skriflegt samþykki þeirra sem framboðslistann skipa.

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness hefur lagt fram framboðslista til stjórnar sem hægt er að skoða á hér

Berist kjörstjórn ekki aðrir listar telst framboðslisti stjórnar og trúnaðarráðs sjálfkjörinn samkvæmt 24. gr. laga Verkalýðsfélags Akraness.

28
Jul

Lokað vegna sumarleyfa

Dagana 31. júlí til og með 7. ágúst verður skrifstofa félagsins lokuð vegna sumarleyfa.

Við bendum félagsmönnum okkar á að nýta tölvupóstinn þessa daga ef erindi þeirra getur alls ekki beðið.

Netföngin okkar eru : 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sumarkveðjur 

Villi, Inga, Elín, Lóa og Dagbjört 

18
Jul

Afmælisgolfmót Samiðnar

Í tilefni af 30 ára afmæli Samiðnar verður meðal annars haldið afmælisgolfmót. Mótið fer fram þann 20. ágúst næstkomandi í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja á Hólmsvelli og eru nánari upplýsingar um skráningu hér. Skráningarfrestur er til 17. ágúst og þátttökugjald er 5.000 kr. Leikin verður punktakeppni með og án forgjafar og veitt verða ýmis verðlaun. Að loknu móti verða glæsilegar veitingar í golfskálanum í boði Samiðnar. Mótanefndin hvetur golfara í aðildarfélögum Samiðnar til að mæta til leiks en hámarksfjöldi þátttakenda er 84 og því best að drífa í að skrá sig.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image