• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Jun

Formaður og endurskoðandi félagsins funduðu með bankastjóra KB-banka

Formaður félagsins ásamt endurskoðanda félagsins áttu fund í gær með bankastjóra KB-banka.  Tilefni fundarins var að kanna hvort bankinn væri tilbúinn að veita félaginu enn betri ávöxtunarkjör á peningalegum innistæðum félagsins heldur nú þegar er gert.   Verkalýðsfélag Akraness er með mjög góðan samning við KB-banka um ávöxtun á fjármunum félagsins.  Samt sem áður telur stjórn félagsins það afar brýnt að fylgst sé vel með hvar besta ávöxtun er á hverjum tíma fyrir sig.  Ætlar bankinn að kanna hvort hægt sé að finna einhverjar betri ávöxtunarleiðir fyrir félagið heldur en það nú þegar býður félaginu.  Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með alla þá þjónustu sem bankinn er að veita félaginu. 

22
Jun

Kynningarfundur um nýgerðan kjarasamning Klafa verður haldinn á morgun

Kynningarfundur verður haldinn á morgun með starfsmönnum Klafa um nýgerðan kjarasamning sem undirritaður var 16. júní sl.  Eftir fundinn munu starfsmenn kjósa um samning.  Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni, þá er það mat félagsins að hér sé um verulega góðan kjarasamning um ræða.  Heildarkostnaðaráhrif samningsins á samningstímanum er 21%.   Hægt er að nálgast kjarasamning Klafa  með því að smella á kjaramál. 

21
Jun

Beðið eftir tilboði frá forsvarsmönnum Fangs vegna nýs kjarasamnings !

Verkalýðsfélag Akraness bíður nú eftir tilboði sem forsvarsmenn Fangs ætla að leggja fram vegna nýs kjarasamnings.  Þeir sem starfa hjá Fangi eru starfsmenn sem sjá um ræstingu fyrir Norðurál og Íslenska járnblendifélagið.  Einnig sjá starfsmenn Fangs um mötuneytið hjá Íslenska járnblendifélaginu.  Krafa starfsmanna er skýr þ.e sambærilegur samningur og verið var að ganga frá  fyrir starfsmenn Klafa fyrir örfáum dögum. 

20
Jun

Sveitafélagasamningurinn var samþykktur !

Nýgerður kjarasamningur milli Launanefndar sveitarfélaganna og Starfsgreinasambands Íslands, sem Verkalýðsfélag Akraness er aðili að, var samþykktur í  póstatkvæðagreiðslu.  Kosningunni lauk kl 12:00 í dag.  Á kjörskrá voru  26 félagsmenn einungis 3 kusu eða 11.54%   Atkvæðin féllu þannig já sögðu 2 eða 66.6%  1 var ógildur eða 33.3% 

20
Jun

Frestur til að kjósa um Sveitafélagssamninginn er til kl. 12:00 í dag

Verkalýðsfélag Akraness vill minna þá sem eiga eftir að kjósa um Sveitarfélagssamning sem undirritaður var 29. maí 2005 að gera það nú þegar.    Frestur til að kjósa er til kl 12:00 í dag.  Kjarasamningurinn liggur frammi á skrifstofu félagsins og einnig er hægt að nálgast kjarasamninginn á heimasíðunni.   Félagsmenn eru hvattir til að kjósa um samninginn. 

16
Jun

Mjög góður kjarasamningur var undirritaður í dag fyrir starfsmenn Klafa

Skrifað var undir nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa á  fjórða tímanum í dag.   Óhætt er að segja að erfiðlega hafi gengið að ganga endanlega frá nýjum samningi.  Sem er kannski ekkert óeðlilegt þar sem um algerlegan nýjan kjarasamning er um að ræða.  Hinn nýi kjarasamningur  byggist nánast að öllu leiti á kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins. Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með að samkomulag skuli hafa náðst um að kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins hafi verið notaður algerlega til viðmiðunar.  Það var mat félagsins að eigendur Klafa hafi haft áform um að rjúfa þá kjarasamningsviðmiðun, gagnvart nýjum starfsmönnum.  Það er einnig mat Veralýðsfélags Akraness að hér hafi verið gerður mjög góður kjarasamningur fyrir starfsmenn Klafa.  Helstu atriði samningsins eru.

Grunnlaun verða 136.731 og hækka um 9.3%

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2005

Búið var til nýtt bónuskerfi sem getur gefið að hámarki 7%

Orlofs og desemberuppbætur verða 96.704, hækka um 15%

Starfsmenn fá eingreiðslu upp á 100.000 þúsund

Framlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð hækkar um 2% á samningstímanum.

Kostnaðaráhrif samningsins á samningstímanum er rétt rúmt 21%

Það sem stendur upp úr er að það náðist að tryggja öll þau kjaraatriði sem voru í kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins í þessum nýja kjarasamningi fyrir alla starfsmenn Klafa.   Verkalýðfélag Akraness vill þakka starfsmönnum og síðan en ekki síðast trúnaðarmanni Klafa Hafsteini Þórissyni kærlega fyrir alla hjálpina.  Formaður félagsins mun kynna samning fyrir starfsmönnum á mánudag og  greidd verður atkvæði um samninginn eftir þá kynningu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image