• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
May

Ríkissamningurinn felldur á fundi í gærkveldi

Á kynningarfundi í gær var ríkissamningurinn borinn upp til atkvæðagreiðslu, eftir að Snær Karlsson frá SGS hafði farið yfir helstu atriði samningsins, og svarað spurningum frá félagsmönnum. Ennfremur kynnti formaður félagsins nýgerðan stofnanasamning sem samráðsnefnd Verklýðsfélags Akraness hefði undirritað í gær. Það kom skýrt fram hjá starfsmönnum SHA sem tóku til máls á fundinum að þeir teldu að það hefði verið meginmarkmið hjá samningarnefnd SGS að færa kjaraumhverfi okkar félagsmanna nær því sem er að gerast hjá starfsmönnum ríkisins. Það er mat starfsmanna SHA að svo sé alls ekki um að ræða í þessum samningi og enn sé töluverður launamunur á milli okkar félagsmanna og þeirra sem starfa hjá ríkinu.

Í lok fundarins var kosið um ríkissamninginn, á kjörskrá voru 80 félagsmenn, alls kusu 32 félagsmenn. 28 sögðu nei og 4 sögðu já. Ríkissamningurinn var því felldur með afgerandi hætti. Kom fram í máli formanns félagsins þegar úrslit kosninganna lágu fyrir, að hann harmaði að sú mikla samstaða sem var búin að skapast hjá aðildarfélögum SGS væri því miður ekki lengur til staðar, og taldi formaður félagsins að á brattann yrði að sækja með frekari kjarabætur. Lýsti formaðurinn yfir mikilli ánægju með þá miklu samstöðu sem ríkir meðal starfsmanna SHA í þessu máli og með hana að vopni er vonandi allt hægt.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image