• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Jan

Af hverju gat Starfsgreinasambandið ekki samið fyrir verkafólk á almenna markaðinum með sambærilegum hætti og það gerði við ríkið og Sveitarfélögin ? Það munar 9.2% á samningstímanum !

Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ sagði í viðtali við ríkisútvarpið hann óttaðist að senn sjóði upp úr á íslenskum vinnumarkaði vegna þess launamisréttis sem orðið er í þessu þjóðfélagi.

Forseti ASÍ bendir á að launahækkanir þeirra sem hæst eru launaðir hafi hækkað tvöfalt meira heldur en þeir sem lægstu hafa tekjurnar.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness tekur undir með forseta ASÍ um að senn sjóði upp úr á íslenskum vinnumarkaði.  Við sem erum í forsvari fyrir þá sem lægstu hafa launin berum að hluta til ábyrgð á hvernig komið er fyrir verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði. 

Nægir þar að nefna hvernig samið var fyrir verkafólk á hinum almenna markaði í síðustu kjarasamningum.  Samið var til fjögurra ára og gaf samningurinn okkar fólki einungis 11,5% í beinar launahækkanir og heildarkostnaðaráhrif samningsins var 15,8%.  Var það gert til að viðhalda stöðugleikanum og vonuðust  til aðilar það myndi tryggja okkar fólki kaupmáttaraukningu. 

Það var Starfsgreinasamband Íslands sem ruddi brautina fyrir aðra samninga og átti kjarasamningur SGS  að vera almennt stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamninga.   Hvað gerðist eftir að almenni markaðurinn gekk frá sínum samningi ?  Allir aðrir hópar sömdu um mun hærri launahækkanir heldur en gert var 7.mars 2004.  Eins og margoft hefur komið fram hér á heimasíðunni þá skrifaði Verkalýðsfélag Akraness ekki undir kjarasamninginn 7. mars 2004, vegna þess hversu rýr hann var að mati félagsins.  En skoðum hvað aðrir kjarasamningar gáfu.

 

Almenni markaðurinn.                    15,8%

 

Kjarasamningar sem gerðir voru við Sveitarfélögin voru eftirfarandi:

BSRB félög                             23,6 %

KÍ grunnskóli                          30,0 % 

KÍ leikskóli                             37,4 % 

ASÍ félög                               23,9 %

Kjarasamningar sem gerðir voru við ríkið voru eftirfarandi:

BSRB félög                           20,8%

BHM félög                             23,2%

FÍN                                      19,8%

KÍ framhaldssk                       25,8%

ASÍ félög                              24,0%

Einnig var samið við Alcan, Norðurál, ÍJ og Sementsverksmiðunna og gáfu þeir samningar frá  20% uppí  25%  

Þessi samanburður miðast við að samningarnir gildi í 48 mánuði eins og kjarasamninginn á almenna markaðinum gerir.  Þeir kjarasamningar sem gilda í skemmri tíma hafa verið umreiknaðir upp í 48 mánuði.  Samburður þessi var unninn af Ólafi Darra Andrasyni hagfræðingi ASÍ.

Munið að kjarasamningur Starfsgreinasambandsins gaf 15,8%, svo tala menn um að hækka þurfi lægstu launin, þvílík hræsni.

Á þessu sést svo ekki verður um villst hvernig almennt verkafólk fékk langtum um minna heldur en aðrir hópar í þessu þjóðfélagi. 

Það er í raun og veru sorglegt að sjá enn og aftur hvernig verkafólk á almenna vinnumarkaðinum fer út úr sínum kjarasamningi.   Eitt er líka á hreinu að stór hluti verkafólks á hinum almenna markaði er klárlega ekki að njóta þess launaskriðs sem talað er um að sé í þessu þjóðfélagi.

Það er einnig undarlegt að Starfgreinasamband Íslands og Flóabandalagið töldu ekki ráðlegt að semja nema um hóflegar launahækkanir fyrir almenna markaðinn 7. mars 2004.  Síðan var hægt að semja við ríkið uppá 24% og við Sveitarfélögin upp á 24,9%.  Reyndar samdi Efling við Reykjavíkurborg upp á 30% rétt fyrir jól.  

Formaður Verkalýðsfélags Akraness spyr sig hvers vegna var hægt að semja við ríkið og Sveitarfélögin með þessum hætti en ekki fyrir almennt verkafólk, sem tekur laun sín eftir kjarasamningi SGS.    Það þarf að svara verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði hvernig á þessu stendur.                           

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image