• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Dec

Bæjarstjórinn boðaði til fundar vegna erlends vinnuafls á Akranesi

Verkalýðsfélag Akraness  fagnar innilega að bæjaryfirvöld á Akranesi vilji leggja sitt af mörkum til þess að leikreglur á vinnumarkaði séu virtar við þátttöku erlendra starfsmanna á Akranesi og hefur verið komið á fót formlegum samstarfsvettvangi til þess að auðvelda samstarf þeirra félaga og stofnana sem vinna að málum.

 

 

Í morgun var haldinn fundur um málefni erlends vinnuafls á Akranesi.  Það voru bæjaryfirvöld á Akranesi sem stóðu fyrir fundinum.  Til fundarins voru boðaðir  Ólafur Þ. Hauksson sýslumaður á Akranesi, Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Stefán Skjaldarson skattstjóri Vesturlandsumdæmis og Tryggvi Bjarnason lögfræðingur Skattstofu Vesturlandsumdæmis Í bókun fundarins segir að aðilar séu sammála um að hafa með sér samstarf og miðla upplýsingum um málið.

Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri segir að boðað hafi verið til fundarins vegna þeirra umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu um erlenda starfsmenn hér á landi þar á meðal á Akranesi. Hann segir engan vafa á því í sínum huga að ekki hafi verið farið að settum reglum. Því hafi þótt nauðsynlegt að koma á fót samstarfsvettvangi um þessi mál.  Ákveðið hefur verið að funda aftur í næstu viku.  Bæjarstjórinn sagði í viðtali

við skessuhorn í dag  hvers vegna bæjarfélagið hafi ákveðið að koma að málinu segir hann mikla hagsmuni í húfi fyrir bæjarfélagið.  Einnig sagði Bæjarstjórinn það mjög mikilvægt að staðið sé skil á útsvari vegna þeirra erlendu starfsmanna er hér starfa. Einnig er mjög mikilvægt að sveitarfélagið tryggi að jafnræði sé meðal þegnanna. Ef einstök fyrirtæki komast upp með að brjóta lög og reglur grefur það undan þeim fyrirtækjum hér um slóðir sem standa löglega að hlutum. Slíkt megum við ekki og getum ekki fallist á. Því var mjög ánægjulegt að undirtektir við að koma þessum samstarfsvettvangi á voru góðar. Þannig getum við auðveldað starf þeirra er að þessum málum koma.  Sagði Guðmundur Páll Jónsson að lokum í viðtali við Skessuhornið í dag.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image