• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Dec

Afar gagnlegur fundur var haldinn í morgun um málefni erlends vinnuafls á Akranesi

Í morgun var haldinn fundur um málefni erlends vinnuafls á Akranesi.  Þetta er í annað sinn sem þessir sömu aðilar koma saman til að funda um erlent vinnuafl. 

Á fyrri fundinum var ákveðið að koma á fót     samstarfvettvangi með það að markmiði að reyna átta sig á hversu margir erlendir starfsmenn eru að störfum á Akranesi og til að reyna að tryggja að þeir atvinnurekendur sem hafa erlenda starfsmenn fari eftir þeim leikreglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði .  Þeir aðilar sem koma sameignlega að þessum verkefni eru Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri, Jón Pálmi Jónsson bæjarritari,  Ólafur Þ. Hauksson sýslumaður á Akranesi, Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Stefán Skjaldarson skattstjóri Vesturlandsumdæmis Tryggvi Bjarnason lögfræðingur Skattstofu Vesturlandsumdæmis og Jón S Ólafsson lögreglustjóri

Fundurinn í dag var afar gagnlegur og  ljóst er að allir þeir aðilar sem sátu fundinn í dag eru að skoða málefni erlends vinnuafls, hver á sínu sviði.

Það er einnig alveg ljóst að samstarfsvettvangur þessara fjögurra aðila mun klárlega gagnast í baráttunni við þá atvinnurekendur sem ekki fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði hvað varðar erlent vinnuafl.  Ákveðið var að funda aftur fljótlega eftir áramót.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image