• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Dec

Það er ekki hægt að bjóða íslensku verkafólki það lengur að það eitt og sér sé látið viðhalda stöðugleikanum í þessu landi!

Formaður Verkalýðsfélag Akraness fagnar innilega að Halldór Ásgrímsson  forsætisráðherra skuli hafa óskað eftir því við  formann Kjaradóms, að dómurinn endurskoði fyrri ákvörðun sína um laun þjóðkjörinna einstaklinga.  Vonandi verður kjaradómurinn við þeirri ósk.

Það er ekki hægt að bjóða íslensku verkafólki það lengur að það eitt og sér sé látið viðhalda stöðugleikanum í þessu landi. 

Kjarasamningurinn sem gerður var  fyrir verkafólk á  hinum almenna vinnumarkaði og undirritaður var 7. mars 2004 gaf almennu verkafólki 11,5% í beinar launahækkanir á samningstímanum og heildarkostnaðaráhrif samningsins var 15,8%.  Samningstíminn var til fjögurra ára.

Ekki þótti ráðlegt á sínum tíma að semja nema um hóflegar kostnaðarhækkanir að mati forsvarsmanna SGS.  Var það gert með von um að stöðugleiki myndi ríkja á samningstímanum.  Vonuðust aðilar einnig eftir að hóflegur kjarasamningur myndi tryggja almennu verkafólki kaupmáttaraukningu í stað kaupmáttarskerðingar.

Það var Starfsgreinasamband Íslands sem ruddi brautina með undirritun kjarasamnings 7. mars 2004.  Eitt af forsenduákvæðum samnings var,að sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir sem í samningum fólust væru almennt stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaðnum.

En hvað gerðist eftir að SGS undirritaði kjarasamninginn 7. mars 2004.  Jú allar aðrar starfsstéttir sömdu um mun hærri launahækkanir eða frá 19% og uppundir  35%.   Eins og áður hefur komið fram þá gaf kjarasamningurinn á almenna markaðinum 15,8%

Það er því sorglegt að sjá hvernig almennt verkafólk þarf enn og aftur að horfa uppá allar aðrar starfsstéttir í þessu þjóðfélagi fá langtum meira heldur en það sjálft.

Svo tala ráðamenn og margir aðrir um að laga þurfi kjör þeirra lægst launuðu, þvílík hræsni !

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image