• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Dec

Formaður félagsins fór með í bónusúttekt á athafnasvæði starfsmanna Klafa í morgun

Í nýgerðum kjarasamningi Klafa var tekið upp nýtt bónuskerfi. Bónusinn skiptist í tvo hluta annars vegar sem lítur að hráefnum og hinsvegar um öryggis og þrifamál á athafnasvæði Klafa á Grundartanga.

Í hverjum mánuði er gerð úttekt á vinnusvæði Klafa og var formanni félagsins boðið að vera með í þeirri úttekt í morgun, ásamt trúnaðarmanni og framkvæmdastjóra Klafa.

Það er skemmst frá því að segja að farið var um allt  vinnusvæði starfsmanna Klafa og var svæðið til mikillar fyrrimyndar.   Það er vart hægt að ætlast til að athafnasvæðið líti betur út á miðað við eðli þeirra starfsemi sem þarna er unnin.

Bónusinn getur gefið starfsmönnum að hámarki 7% á öll laun og er því um töluverða hagsmuni um að ræða fyrir starfsmenn.  Eftir úttektina var bónusinn fyrir desember reiknaður út og kom í ljós að hann gaf starfsmönnum 5,4% sem er um 80% af því sem hann getur gefið.

Formaður félagsins er ekki í neinum vafa að bónusinn  hjá Klafa er að svínvirka, báðum aðilum til góðs. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image