• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Nov

Verkalýðsfélag Akraness fundaði með pólsku starfsmönnunum sem starfa á vegum starfsmennaleigunnar 2b í gærkveldi

Verkalýðsfélag Akraness ásamt fulltrúa ASÍ funduðu með pólsku starfsmönnunum sem hingað komu til starfa í gegnum starfsmannaleiguna 2b.  Umræddir starfsmenn eru að störfum hjá Ístaki og Fagsmíði við stækkun Norðuráls að Grundartanga.  Fundurinn var haldinn að Arnarholti á Kjalarnesi en þar gista pólsku starfsmennirnir.  Þessi fundur var haldinn að ósk pólsku starfsmannanna sjálfra.  Þegar fundurinn átti að hefjast kom eigandi starfsmannaleigunnar 2b og óskaði eftir að fá að sitja fundinn þar sem um starfsmenn 2b væri um að ræða.  Verkalýðsfélag Akraness og fulltrúi ASÍ mótmæltu þessu algerlega og sögðu að fundurinn yrði marklaus ef eigandi 2b myndi sitja fundinn.  Varð það að samkomulagi að starfsmennirnir sjálfir myndu ákveða hvort eigandi 2b  yrði með á  fundinn eða ekki.  Með stéttarfélaginu var pólskur túlkur og bað hún þá starfsmenn sem vildu að eigandi starfsmannaleigunnar 2b yfirgæfi fundinn, að rétta upp hönd.   Allir pólsku starfsmennirnir réttu upp hönd.  Að því loknu yfirgaf eigandi starfsmannaleigunnar fundinn.

Því næst var farið yfir stöðuna með pólsku starfsmönnunum eins og hún er þessa stundina.  Ekki fór á milli mála að pólsku starfsmennirnir eru verulega uggandi um sinn hag og hafa miklar áhyggur af framvindu mála.  Á fundinum afhentu starfsmennirnir tímaskriftir vegna vinnu sinnar frá því þeir komu hingað til lands.  Einnig upplýstu starfsmennirnir hversu mikið þeir hafa fengið greitt frá því þeir hófu störf hjá starfsmannaleigunni 2b.  Kom fram hjá tveimur starfsmönnunum að þeir byrjuðu að starfa hjá starfsmannaleigunni 2b 8 september og hafi einungis fengið 95 þúsund krónur útborgað og engan launaseðil fengið né séð.   Í dag verður farið ítarlega yfir þessi gögn ásamt því að frekari gagna verður aflað.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image