• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Nov

Fundað með forsvarsmönnum Norðuráls á morgun

Forsvarsmenn Norðuráls hafa boðað Verkalýðsfélag Akraness og þau stéttarfélög sem eiga aðild að kjarasamningi við Norðurál til fundar á  morgun.  Það er hinn nýi starfsmannastjóri Norðuráls  Rakel Heiðmarsdóttir sem boðar til fundarins.  Eitt af þeim málum sem  forsvarsmenn Norðuráls vilja ræða um er um þá erlendu starfsmenn sem eru að vinna við stækkun Norðuráls hjá hinum ýmsu verktökum á Grundartangasvæðinu.  Forsvarsmenn Norðuráls vilja fara yfir málið með stéttarfélögunum því þeir vilja og gera kröfu um að þeir verkatakar sem starfa við stækkun Norðuráls fari í hvívetna eftir lögum og þeim leikreglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.  Og einnig að hinum erlendu starfsmönnum sem starfa við stækkun Norðuráls séu greidd laun eftir íslenskum kjarasamningum.   Verkalýðsfélag Akraness fagnar þessari afstöðu Norðuráls innilega.   þessi afstaða  hjálpar stéttarfélaginu klárlega við að koma í veg fyrir að einstaka verktakar og fyrirtæki komist upp með fara ekki eftir þeim leikreglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image