• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Góður fundur um öryggismál í stóriðjum var haldinn í gær ! Fundarmenn fyldust vel með því sem Júlíus sálfræðingur hafði fram að færa
15
Nov

Góður fundur um öryggismál í stóriðjum var haldinn í gær !

Afar fróðlegur og gagnlegur félagsfundur um öryggis og heilbrigðismál í stóriðjum  var haldinn í gær í sal félagsins að Kirkjubraut 40.  Júlíus K Björnsson sálfræðingur fjallaði um vaktavinnu, svefn og heilsu og áhrif  óreglulegs vinnutíma á heilbrigði og lífsgæði.  Erindið frá Júlíusi var afar fróðlegt og gagnlegt og vöknuðu fjölmargar spurningar hjá fundarmönnum sem sálfræðingurinn svarði eftir bestu getu.  Hallveig Skúladóttir hjúkrunarfræðingur fór yfir gögn sem Reynir Þorsteinsson læknir hafði tekið saman um heilsufar í stóriðjum.  Í þessari samtekt frá Reyni kom t.b fram að meðalaldur í Íslenska járnblendinu er 44 ár og meðalstarfsalur 14 ár sem er mjög hátt.  Hjá Norðuráli er meðalaldur 39 ár og meðalstarfsaldur 4,5 ár en Norðurál byrjaði með sína starfsemi 1998.  Einnig kom fram í gögnum frá Reyni Þorsteinssyni að reykingar í Íslenska járnblendinu hefðu minkað um 20% frá árinu 1990 en þá reyktu um helmingur starfmanna.   Árið 2003 var sú tala komin niðrí 30% og hefur lækkað enn meira síðan þá.  Hjá Norðuráli hefur reykingarfólki fækkað alverulega og nú reykja aðeins 20% starfsmanna samkvæmt gögnum Reynis Þorsteinssonar.  Það kom fram í máli Hallveigar að læknar á heilsugæslustöðinni á Akranesi hafa stýrt starfsmannaheilsuvernd í Íj frá árinu 1981 og hjá Norðuráli frá árinu 2000. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image