• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Nov

Verkalýðsfélag Akraness mótmælir harðlega fyrirhugaðri skerðingu á starfsemi lögreglunar á Akranesi

Stjórn Verklaýðsfélags Akraness hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna fyrirhugaðar skerðingar á löggæslu á Akranesi.

Ályktun

Akranesi 23. nóvember 2005

 

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness mótmælir harðlega fyrirhugaðri skerðingu á starfsemi lögreglunnar á Akranesi. Telur stjórnin varhugavert með hliðsjón af stærð bæjarfélagsins að flytja rannsókn mála í annað umdæmi.  

Samskipti félagsins við lögregluyfirvöld í Borgarnesi vegna atvika á starfssvæði félagsins á Grundartanga styrkja þessa skoðun. 

Telur stjórn félagsins mun eðlilegra að starfsemi lögreglunnar á Akranesi verði efld og umdæmi hennar stækkað og látið m.a. ná til Grundartanga, en mikill meiri hluti þeirra sem þar starfa búa á Akranesi.

Það er mat stjórnar félagsins að tillögur um skerðingu á löggæslu á Akranesi sé mjög svo óeðlilegt.  Sé tekið mið af því að í næsta nágreni við umdæmi lögreglunar á Akranesi er mesta umferðarsvæði landsins bæði á sjó og landi.  Einnig hefur á síðustu árum orðið gríðarleg aukin á allri starfsemi á stóriðjusvæðinu á Grundartanga.

Stjórn Verkalýðsfélag Akraness skorar á dómsmálaráðherra sem og þingmenn Norðurvesturkjördæmis að tryggja að fyrirhuguð skerðing á löggæslumálum Akurnesinga verði ekki að veruleika. 

Einnig skorar stjórn Verkalýðsfélag Akraness á dómsmálaráðherra og þingmenn Norðurvesturkjördæmis að beita sér fyrir því að lögreglan á Akranesi verði efld til muna og umdæmi hennar stækkað.

F.h stjórnar, Verkalýðsfélags Akraness

______________________________________

Vilhjálmur Birgisson, formaður

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image