• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Nov

Verkalýðsfélag Akraness lýsir furðu sinni á ummælum Hjörleifs Jónssonar í fréttablaðinu á sunnudaginn sl.

Á forsíðu fréttablaðsins á sunnudaginn sl. var vitnað í eiganda fyrirtækisins sem sætir rannsókn lögreglu vegna gruns um að vera með ólöglegt vinnuafl að störfum og einnig gruns um að greiða laun langt undir gildandi kjarasamningum.  Verklýðsfélag Akraness lýsir furðu sinni á ummælum eiganda fyrirtækisins í blaðinu á sunnudaginn sl.  En þar segir Hjörleifur Jónsson að afskipti yfirvalda og Verkalýðsfélags Akraness vegna þeirra erlendu starfsmanna sem hjá honum starfa sé með öllu óviðunandi.  Einnig segir Hjörleifur að ekkert muni koma útúr þessari rannsókn því ekkert sé óeðlilegt við kjör sinna starfsmanna.  Verkalýðsfélagi Akraness er vart hlátur í huga yfir þessum ummælum, en vill benda á að stéttarfélagið hefur gögn og upplýsingar undir höndum sem staðfestir að fyrirtæki Hjörleifs Jónssonar er ekki að greiða þau laun sem ráðningarsamningar Litháana kveða á um.  Gögn sýna tb. að einum Litháanum sem starfar hjá Hjörleifi Jónssyni vantar allt að 300 þúsund krónur í laun fyrir einn mánuð miðað við vinnustundafjölda í umræddum mánuði.  Ef Hjörleifur Jónsson telur að hann hafi ekkert að fela í ljósi þessara staðreynda, að það vanti tb. uppá laun eins starfsmannsins sem nemur tæpum 300 þúsund krónum á einum mánuði, þá hvað.   Málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni á Akranesi og hefur lögreglan fengið gögn frá Verkalýðsfélagi Akraness sem sýnir og staðfestir að töluvert vantar uppá að Litháunum sé greidd laun eftir þeim ráðningarsamningum sem atvinnuleyfi mannanna voru veitt út á á sínum tíma.     Í ljósi alls þessa eru ummæli Hjörleifs Jónssonar í fréttablaðinu á sunndaginn afar undarleg svo ekki sé fastar að orði kveðið.  Þeir atvinnurekendur sem ekki fara eftir þeim leikreglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði eiga að hafa vit á því að skammast sín.   Verkalýðsfélag Akraness mun gera ítarlega grein fyrir þessu máli hér heimasíðunni á fimmtudaginn nk.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image