• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Oct

Allt bendir til að allir pólsku starfsmennirnir sem eru á vegum íslenska fyrirtækisins 2b séu að starfa hér ólöglega !

Allt bendir til að allir pólsku starfsmennirnir sem eru á vegum íslenska fyrirtækisins 2b séu  að starfa ólöglega hér á landi.  Ekki bara þeir 10 sem nú starfa hjá Ístaki á grundartanga. Heldur allir þeir erlendu starfsmenn sem  2b hefur útvegað íslenskum fyrirtækjum og eru að störfum víða um landið, t.b á Kárahnjúkum.   Eins og fram kom hér á heimasíðunni í gær þá kærði Verkalýðsfélag Akraness fyrirtækið 2b til sýslumannsins í Borgarnesi.  Kæran byggist á því að um rökstuddan grun er um að fyrirtækið 2b   sé að brjóta lög nr. 54/2001 um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja.  Fyrirtækið 2B er íslenskt fyrirtæki með lögheimili og starfstöð hér á landi.  Teljum við því ljóst að það uppfylli ekki skilyrði 1. gr. laganna og því  óheimilt að gera þjónustusamninga á grundvelli þeirra.  Telur lögfræðingur Vinnumálastofnunar að ljóst sé að umrætt tilvik falli ekki undir lög nr. 54/2001 og  hefur jafnframt upplýst að atvinnuleyfi liggi ekki fyrir og sé því sammála Verkalýðsfélagi Akraness að um ólöglega starfsemi sé um að ræða.  Það er því afar brýnt að Sýslumaðurinn í Borgarnesi bregðist skjótt við og stöðvi vinnu þessara pólsku verkamanna sem starfa hér ólöglega og það án tafar.   Það er verulegt áhyggjuefni fyrir íslensk verkafólk og íslenskan vinnumarkað þegar jafn stórt og virt fyrirtæki eins og Ístak er.   Tekur upp á því  að eiga í viðskiptum við "starfsmannaleigu" sem er afar umdeild og því miður bendir allt til þess núna að hún starfi ólöglega hér á landi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image