• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Oct

Sveini Andra Sveinssyni lögmanni starfsmannaleigunnar 2B svarað !

Í viðtali sem ber yfirskriftina “Óskiljanlegt að verktakafyrirtækin séu kærð” og birtist í Morgunblaðinu í dag segir Sveinn Andri Sveinson lögmaður starfsmannaleigunnar 2b

“Mikið hugmyndaflug þarf til að skilja hvers vegna stéttarfélög tóku ákvörðun um að kæra þau sex fyrirtæki sem eru með starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar 2 B í vinnu, enda ljóst að þeir eru starfsmenn leigunnar, ekki verktakanna. Það er minn umbjóðandi sem borgar þessum mönnum laun og er með þá á launaskrá, en ekki þessi fyrirtæki. Það er óskiljanlegt með öllu hvernig hvarflar að mönnum að leggja inn kæru á þessi verktakafyrirtæki,"

Virðulegum lögfræðingnum virðist erfitt að skilja að við teljum okkur hafa rökstuddan grun um að um sé að ræða brot á lögum nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga, hann þarf ekki að gera meira en að skoða skráningu 2b í fyrirtækjaskrá til að sjá að um íslenskt fyrirtæki er að ræða. Þar með er ljóst að starfsmannaleigan 2b getur ekki flutt inn starfsfólk á grundvelli laga nr.54/2001 um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja.  Þetta er nú ekki flóknara.

 Ef um er að ræða brot á lögum nr. 97/2002 segir meðal annars í 17.gr.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef maður:   “a. af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtir starfskrafta útlendings sem ekki hefur atvinnuleyfi samkvæmt lögunum.” Er einhverjum vafa undirorpið hverjir voru að nýta starfskrafta Pólverjanna sem um ræðir? Voru það ekki notendafyrirtækin?

Síðar segir einnig í 17. gr.  Það varðar sektum eða fangelsi allt að fimm árum að reka skipulagða starfsemi til að aðstoða útlendinga við að starfa hér á landi án atvinnuleyfis samkvæmt lögum þessum. 

Skammtímaminni hefur ekkert með þetta mál að gera og útúrsnúningar Sveins um GT verktaka eiga einfaldlega ekki við. GT verktakar voru sagðir með samning við erlenda starfmannaleigu og féllu því undir lög nr. 54/2001 Það er einnig mjög villandi að halda því fram “að ríkisborgarar nýrra landa Evrópusambandsins hafi leyfi til að dvelja hér og starfa í 3 mánuði án atvinnuleyfis.” eins og haft er eftir Sveini, slíkt er þeim aðeins heimilt ef þeir koma á vegum erlends fyrirtækis.

Verkalýðsfélag Akraness áttar sig alls ekki á þessum útúrsnúningum Sveins Andra Sveinssonar og spyr hvað þessi  blekkingarleikur eigi þýða ?

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image