• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Oct

Verkalýðsfélag Akraness vill leysa málefni pólsku verkamannanna með því að Ístak sæki um atvinnuleyfi fyrir starfsmennina

Verkalýðsfélag Akraness  telur að hægt sé að leysa málið er snýr að pólsku starfsmönnum sem koma frá starfsmannaleigunni 2B.  Lausnin felst í því Ístak sæki einfaldlega um atvinnuleyfi fyrir umrædda starfsmenn og þeim verði greidd laun eftir íslenskum kjarasamningum.  Þessi leið var farinn í máli pólski verkamannanna sem nú starfa hjá Spútnik Bátum en þeir komu hingað til starfa  á sínum tíma  á vegum pólskrar starfsmannaleigu og án atvinnuleyfa.  Það mál leystist farsællega og starfa pólsku starfsmennirnir núna eftir íslenskum kjarasamningum og eru einnig með atvinnuleyfi hér á landi.  Hefur félagið nú þegar sett sig í samband við forsvarsmenn Ístaks með þessa hugmynd félagsins og á félagið von á svari frá forsvarsmönnum Ístaks síðar í dag.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image