• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Ferðin með eldri félagsmenn tókst frábærlega ! Stoppað í Bjarnarhöfn og smakkað á hákarli
01
Sep

Ferðin með eldri félagsmenn tókst frábærlega !

Hinn árlega ferð eldri félagsmanna sem farinn var í gær tókst frábærlega, en um 120 eldri félagar þáðu boð félagsins og hafa vart verið fleiri áður.  Núna var ákveðið að fara um Snæfellsnesið undir góðri og dyggri leiðsögn frá Birni Finsen.  Fyrst lá leiðin í Borgarnes þar sem Egils Skallagrímsgarðurinn var skoðaður, því næst var Staðarkirkjan í Staðarsveit skoðuð og séra Guðjón Skarphéðinsson hélt þar stuttan fyrirlestur.  Þaðan lá leiðin  að hótel Búðum þar sem snæddur var hádegisverður.  Næsta stóra stoppið var í Bjarnarhöfn þar sem Hildibrandur staðarhaldari hélt afar fróðlegan fyrirlestur um kirkjuna á Bjarnarhöfn.  Hildibrandur var búinn að dekka borð af hákarli og afar góðum harðfiski, einnig gátu þeir sem ekki vildu hákarlinn fengið sé kaffi og nýbakaðar kleinur.  Hægt er að skoða myndir úr ferðinni sem farin var í gær, sem og ferðinni frá því í fyrra með að smella á myndir og síðan á ferð eldri félagsmanna  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image